Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
Í sumar opnar nýr baðstaður, Laugarás Lagoon, í Laugarási við bakka Hvítár. Um er að ræða glæsilegt baðlón á tveimur hæðum með fossi sem gestir geta gengið í gegnum. Innandyra verður veitingastaðurinn Ylja, þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson mun stýra matargerðinni.
Gísli er þekktur fyrir veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skapandi og vandaða matargerð. Hann segist spenntur fyrir nýja staðnum og vonast til að Ylja verði staður sem slær í gegn og laðar að bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn.
Sjá einnig: Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025
Framkvæmdir við Laugarás Lagoon hófust í mars 2024 og hafa gengið vel. Áætlað er að ljúka verklegum framkvæmdum í vor, með formlegri opnun í sumar.
Aðstandendur staðarins stefna að því að bjóða upp á einstaka upplifun þar sem náttúra og hönnun sameinast í fallegu umhverfi. Með veitingastaðnum Ylju undir stjórn Gísla Matthíasar er markmiðið að skapa heillandi áfangastað fyrir matgæðinga og þá sem leita að afslöppun.
Hægt er að lesa nánar um málið á mbl.is.
Myndit aðsendar: Tölvuteikning / Mynd af Gísla: Sigurgeir Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús








