Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
Í sumar opnar nýr baðstaður, Laugarás Lagoon, í Laugarási við bakka Hvítár. Um er að ræða glæsilegt baðlón á tveimur hæðum með fossi sem gestir geta gengið í gegnum. Innandyra verður veitingastaðurinn Ylja, þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson mun stýra matargerðinni.
Gísli er þekktur fyrir veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skapandi og vandaða matargerð. Hann segist spenntur fyrir nýja staðnum og vonast til að Ylja verði staður sem slær í gegn og laðar að bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn.
Sjá einnig: Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025
Framkvæmdir við Laugarás Lagoon hófust í mars 2024 og hafa gengið vel. Áætlað er að ljúka verklegum framkvæmdum í vor, með formlegri opnun í sumar.
Aðstandendur staðarins stefna að því að bjóða upp á einstaka upplifun þar sem náttúra og hönnun sameinast í fallegu umhverfi. Með veitingastaðnum Ylju undir stjórn Gísla Matthíasar er markmiðið að skapa heillandi áfangastað fyrir matgæðinga og þá sem leita að afslöppun.
Hægt er að lesa nánar um málið á mbl.is.
Myndit aðsendar: Tölvuteikning / Mynd af Gísla: Sigurgeir Kristjánsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið