Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á næsta leiti

Birting:

þann

Logo FiskfélagiðNýr veitingastaður er væntanlegur í miðbæ Reykjavíkur, en það er íslenskur „Modern“ veitingarstaður sem ber heitið Fiskfélagið/Fish Company og verður staðsettur í eitt af þeim elstu húsum í Reykjavík, n.t. í Zimsen húsinu við Vesturgötu.

Eigendur Fiskfélagsins eru þeir félagar Lárus Gunnar Jónasson, matreiðslumaður og Guðmundur Hansson, veitingamaður og fyrrverandi eigandi Lækjarbrekku til marga ára.

Freisting.is hafði samband við Lárus og forvitnaðist aðeins um staðinn, þ.e. um matargerðina, opnunartímann, hönnunina á staðnum omfl.

Hvað mun staðurinn taka marga í sæti?
Hann mun taka 80 manns í sæti.

Er búið að ákveða opnunartímann?
Já, hann verður opinn í hádeginu frá klukkan 11;30 – 14:30 og svo á kvöldin frá 18;00 – 01:00.  Á góðum sólardögum verður opið á daginn fyrir drykki og snarl með.

Hvernig staður verður Fiskfélagið?
Þetta á að vera Íslenskur sjávarréttastaður með áherslu á íslenskt hráefni og náttúru, þ.e.a.s. á kjöt, grænmeti og allar tegundir af fiskmeti sem verður kryddað með brögðum og kryddum frá öllum heimsálfum í bland við íslenskt.  Sem sagt við munum leggja mesta áherslu á Íslenskt hráefni með brögðum frá öllum heimsálfum.

Hvernig verður hönnunin á staðnum?
Hönnunin á staðnum og umhverfið er líka lögð mikil áhersla á Íslenskt efni, sögu og landslag, en það er Leifur Welding sem á heiðurinn af hönnun Fiskfélagsins.

Hvaða matreiðslu,- og framreiðslumenn verða?
Matreiðslumenn verða 6 talsins, en ég kem til með að standa vaktina og síðan eru þau Gústav Axel sem var annar aðstoðarmaður Ragnars Ómarssonar í Bocouse d´Or 2009 og hann var valinn einn af 5 bestu í chef of the year á Íslandi 2008 og Vígdís Ylfa sem er búin að vera aðstoðarmaður í landsliðinu í tæp 4 ár og var matreiðslumaður á Sjávarkjallaranum og Silfur.

Þetta eru þeir sem ég get nefnt, en aðrir matreiðslumenn og eins með framreiðslumenn eru enn á samningastigi og ekki hægt að gefa upp hverjir það eru, en get sagt að allt eru þetta fagmenn fram í fingurgóma og með mikla reynslu.

Hvenær er stefnt á opnun?
Við stefnum á að opna í maí-júní 2009

Við hér hjá Freisting.is óskum þeim Lárusi og Guðmundi alls farnaðar með nýja veitingastaðinn.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið