Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á næsta leiti
Nýr veitingastaður er væntanlegur í miðbæ Reykjavíkur, en það er íslenskur „Modern“ veitingarstaður sem ber heitið Fiskfélagið/Fish Company og verður staðsettur í eitt af þeim elstu húsum í Reykjavík, n.t. í Zimsen húsinu við Vesturgötu.
Eigendur Fiskfélagsins eru þeir félagar Lárus Gunnar Jónasson, matreiðslumaður og Guðmundur Hansson, veitingamaður og fyrrverandi eigandi Lækjarbrekku til marga ára.
Freisting.is hafði samband við Lárus og forvitnaðist aðeins um staðinn, þ.e. um matargerðina, opnunartímann, hönnunina á staðnum omfl.
Hvað mun staðurinn taka marga í sæti?
Hann mun taka 80 manns í sæti.
Er búið að ákveða opnunartímann?
Já, hann verður opinn í hádeginu frá klukkan 11;30 – 14:30 og svo á kvöldin frá 18;00 – 01:00. Á góðum sólardögum verður opið á daginn fyrir drykki og snarl með.
Hvernig staður verður Fiskfélagið?
Þetta á að vera Íslenskur sjávarréttastaður með áherslu á íslenskt hráefni og náttúru, þ.e.a.s. á kjöt, grænmeti og allar tegundir af fiskmeti sem verður kryddað með brögðum og kryddum frá öllum heimsálfum í bland við íslenskt. Sem sagt við munum leggja mesta áherslu á Íslenskt hráefni með brögðum frá öllum heimsálfum.
Hvernig verður hönnunin á staðnum?
Hönnunin á staðnum og umhverfið er líka lögð mikil áhersla á Íslenskt efni, sögu og landslag, en það er Leifur Welding sem á heiðurinn af hönnun Fiskfélagsins.
Hvaða matreiðslu,- og framreiðslumenn verða?
Matreiðslumenn verða 6 talsins, en ég kem til með að standa vaktina og síðan eru þau Gústav Axel sem var annar aðstoðarmaður Ragnars Ómarssonar í Bocouse d´Or 2009 og hann var valinn einn af 5 bestu í chef of the year á Íslandi 2008 og Vígdís Ylfa sem er búin að vera aðstoðarmaður í landsliðinu í tæp 4 ár og var matreiðslumaður á Sjávarkjallaranum og Silfur.
Þetta eru þeir sem ég get nefnt, en aðrir matreiðslumenn og eins með framreiðslumenn eru enn á samningastigi og ekki hægt að gefa upp hverjir það eru, en get sagt að allt eru þetta fagmenn fram í fingurgóma og með mikla reynslu.
Hvenær er stefnt á opnun?
Við stefnum á að opna í maí-júní 2009
Við hér hjá Freisting.is óskum þeim Lárusi og Guðmundi alls farnaðar með nýja veitingastaðinn.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu