Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Laugavegi 178
Matarbarinn er nýr veitingastaður, en hann er staðsettur við Laugaveg 178 við hliðina á gamla Sjónvarpshúsinu. Eigandi staðarins er Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari betur þekktur sem Texas Maggi.
Matarbarinn býður upp á heimilismat á hlaðborði eins og mamma eldaði hann og sérréttaseðil með fiski og frönskum, skelfiski, steikum og borgurum. Til að byrja með er verðið á hlaðborðinu 1.990 kr.
Á hlaðborðinu eru tveir kjötréttir, fiskréttur, meðlætis- og súpubar, smáréttir, kaffi og kökur.
Einnig er hægt að fá súpu, brauðbar og viðbit á 1.590 kr. en stök súpa er á 700 kr.
Á sérrétta seðlinum er t.a.m. Fish and chips, Texasborgarinn frægi, grænmetisborgari, Granda-fiskborgari á 1.990 kr., grillsteiktar lambasneiðar á 3.600 kr., ristuð nautalund á 3.900 kr., hvítvínssoðin bláskel á 3.600 kr. og hvítlauksristaður humar í skel á 4.900 kr.
Eftirréttir eru vöfflur með sultu og rjóma á 990 kr. vanilluís ofl.
Með öllum réttum fylgja franskar kartöflur, meðlætis- og súpubar, kaffi og kökur.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






