Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Ísafirði

Eiríkur Gísli Johansson t.v. og Halldór Karl Valsson
Mynd tekin af þeim félögum sýningunni Matur 2006 sem haldin var dagana 30.mars – 2. apríl 2006 í Fífunni, sýningarhöll Kópavogsbæjar.
Þeir félagar Halldór Karl Valsson og Eiríkur Gísli Johansson tóku við rekstri veitingastaðar á hótel Ísafirði af SKG-veitingum miðvikudaginn 1. ágúst s.l. og heitir nýi veitingastaðurinn Við Pollinn.
Þeir hófu reksturinn með afgreiðslu á morgunmatnum og hefur verið syngjandi sveifla síðan og góð viðbrögð hjá bæjarbúum.
Freisting.is heyrði í þeim félögum í dag sem voru hinir hressustu eftir strembna Verslunarmannahelgi, en þeir sáu um alla matarsölu á hinni geysivinsælu mýrarboltakeppni þar sem hundruðir manna snæddu hjá þeim um helgina.
Halldór lærði fræðin sín á Hótel Sögu og Eiríkur hjá fyrrverandi rekstraraðilum SKG-veitingum en hann útskrifaðist sem matreiðslumaður í fyrra og og hefur unnið hjá þeim frá útskrift.
Við lögðum fyrir þá nokkrar spurningar:
Hvaðan kemur nafnið Við Pollinn?
Þegar litið er út um glugggann þá sést Pollinn í Skutulsfirði.
Hvað tekur salurinn marga í sæti, þá bæði í A la carte og hópa?
110 manns í sæti.
Er mikið pantað framundan?
það er vel pantað hjá okkur, langt fram á næsta ár.
Nýi matseðillinn er í mótun og er sá gamli enn í notkun, en reiknað er með að nýi matseðillinn fari í gagnið snemma í september.
Við hér hjá Freisting.is óskum þeim félögum velfarnar á komandi árum með nýja veitingastaðinn Við Pollinn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús