Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Ísafirði

Birting:

þann

Eiríkur Gísli Johansson t.v. og Halldór Karl Valsson
Mynd tekin af þeim félögum sýningunni Matur 2006 sem haldin var dagana 30.mars – 2. apríl 2006 í Fífunni, sýningarhöll Kópavogsbæjar.

Þeir félagar Halldór Karl Valsson og Eiríkur Gísli Johansson tóku við rekstri veitingastaðar á hótel Ísafirði af SKG-veitingum miðvikudaginn 1. ágúst s.l. og heitir nýi veitingastaðurinn Við Pollinn.

Þeir hófu reksturinn með afgreiðslu á morgunmatnum og hefur verið syngjandi sveifla síðan og góð viðbrögð hjá bæjarbúum.

Freisting.is heyrði í þeim félögum í dag sem voru hinir hressustu eftir strembna Verslunarmannahelgi, en þeir sáu um alla matarsölu á hinni geysivinsælu mýrarboltakeppni þar sem hundruðir manna snæddu hjá þeim um helgina.

Halldór lærði fræðin sín á Hótel Sögu og Eiríkur hjá fyrrverandi rekstraraðilum SKG-veitingum en hann útskrifaðist sem matreiðslumaður í fyrra og og hefur unnið hjá þeim frá útskrift.

Við lögðum fyrir þá nokkrar spurningar:

Hvaðan kemur nafnið Við Pollinn?
Þegar litið er út um glugggann þá sést Pollinn í Skutulsfirði.

Hvað tekur salurinn marga í sæti, þá bæði í A la carte og hópa?
110 manns í sæti.

Er mikið pantað framundan?
það er vel pantað hjá okkur, langt fram á næsta ár.

Nýi matseðillinn er í mótun og er sá gamli enn í notkun, en reiknað er með að nýi matseðillinn fari í gagnið snemma í september.

Við hér hjá Freisting.is óskum þeim félögum velfarnar á komandi árum með nýja veitingastaðinn Við Pollinn.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið