Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Ísafirði
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2007/08/eirikur_halldor_400p.jpg)
Eiríkur Gísli Johansson t.v. og Halldór Karl Valsson
Mynd tekin af þeim félögum sýningunni Matur 2006 sem haldin var dagana 30.mars – 2. apríl 2006 í Fífunni, sýningarhöll Kópavogsbæjar.
Þeir félagar Halldór Karl Valsson og Eiríkur Gísli Johansson tóku við rekstri veitingastaðar á hótel Ísafirði af SKG-veitingum miðvikudaginn 1. ágúst s.l. og heitir nýi veitingastaðurinn Við Pollinn.
Þeir hófu reksturinn með afgreiðslu á morgunmatnum og hefur verið syngjandi sveifla síðan og góð viðbrögð hjá bæjarbúum.
Freisting.is heyrði í þeim félögum í dag sem voru hinir hressustu eftir strembna Verslunarmannahelgi, en þeir sáu um alla matarsölu á hinni geysivinsælu mýrarboltakeppni þar sem hundruðir manna snæddu hjá þeim um helgina.
Halldór lærði fræðin sín á Hótel Sögu og Eiríkur hjá fyrrverandi rekstraraðilum SKG-veitingum en hann útskrifaðist sem matreiðslumaður í fyrra og og hefur unnið hjá þeim frá útskrift.
Við lögðum fyrir þá nokkrar spurningar:
Hvaðan kemur nafnið Við Pollinn?
Þegar litið er út um glugggann þá sést Pollinn í Skutulsfirði.
Hvað tekur salurinn marga í sæti, þá bæði í A la carte og hópa?
110 manns í sæti.
Er mikið pantað framundan?
það er vel pantað hjá okkur, langt fram á næsta ár.
Nýi matseðillinn er í mótun og er sá gamli enn í notkun, en reiknað er með að nýi matseðillinn fari í gagnið snemma í september.
Við hér hjá Freisting.is óskum þeim félögum velfarnar á komandi árum með nýja veitingastaðinn Við Pollinn.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný