Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi
Nýr veitingaaðili mun taka við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í byrjun nóvember.
Sjá einnig: 1862 Nordic Bistro hættir rekstri í Hofi
Nýi staðurinn heitir Eyrin Restaurant og mun leggja áherslu á létta rétti í smáréttastíl; rétti sem hægt er að deila yfir góðum drykkjum. Einnig verður boðið upp á bröns um helgar.
„Nafnið var valið með tilvísun í Eyrina á Akureyri og þar sem lögð verður áhersla á íslenska rétti þá vildum við hafa nafnið á íslensku,“
segir Guðmundur Ragnar Sverrisson matreiðslumaður og eigandi Eyrarinnar.
Guðmundur Ragnar útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2000. Eftir útskrift hóf hann störf á Hótel Sögu en árið 2002 flutti hann erlendis og starfaði í Brussel í tvö ár. Þaðan lá leiðin árið 2004 til Sviss þar sem Guðmundur starfaði á ýmsum veitingastöðum sem yfirmatreiðslumaður og lærði m.a. líbanska matargerð. Einnig starfaði hann sem matreiðslukennari í César Ritz hótelskólanum. Í Sviss kynntist Guðmundur eiginkonu sinni, Aðalheiði Hannesdóttir.
Árið 2012 ákvað fjölskyldan, sem þá taldi þrjú börn, að flytja til Íslands þar sem Guðmundur tók þátt í opnun ION hótels á Nesjavöllum og vann þar sem yfirmatreiðslumaður þar til árið 2014. Þegar fjórða barnið bættist í fjölskylduna árið 2014 kom enn eitt tækifærið í hendurnar en þá tók Guðmundur við starfi yfirmatreiðslumanns starfsmannamötuneytis PwC.
Í tilkynnningu segir að nú toga ræturnar norður yfir heiðar en kona Guðmundar, Aðalheiður er fædd og uppalin á Akureyri og Guðmundur á Sauðárkróki.
„Nú eru börnin orðin fimm og ræturnar toga yfir heiðar. Fjölskyldan hlakkar mikið til að koma norður og takast á við þessa spennandi áskorun,“
segir Guðmundur Ragnar.
Menningarfélag Akureyrar þakkar Hallgrími Sigurðarsyni og starfsfólki 1862 Nordic Bistro fyrir frábært samstarf síðustu árin.
Mynd: facebook / Eyrin Restaurant
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






