Vertu memm

Freisting

Nýr rekstrarstjóri og breytingar framundan á Fernando’s á Ísafirði

Birting:

þann

Loftmynd af ÍsafirðiMiklar breytingar eru í aðsigi á veitingastaðnum Fernando’s á Ísafirði að sögn Níelsar Björnssonar nýs rekstrarstjóra staðarins. „Þessi staður býður upp á endalausa möguleika og fólk mun sjá ýmsar breytingar á næstunni en meginmarkmiðið er að fólki líði vel og vilji koma hingað“, segir Níels sem tekur við af Sigurði Páli Ólafssyni sem rekstrarstjóri. Ekki verða einungis gerðar breytingar á matseðli heldur einnig á útliti staðarins. „Það eru ótal hugmyndir á lofti núna. Við ætlum að gera staðinn litríkari og bjóða upp á heimilislegri mat í bland við það sem er í boði.

Þá erum við að velta fyrir okkur að hafa þemavikur og bjóða af og til upp á lifandi tónlist“, segir Níels. Fernando´s opnaði í nóvember og vakti strax athygli fyrir að ekki voru þar leyfðar reykingar. „Fólk hefur haft orð á því að það muni hafa áhrif á staðinn sem kaffihús en ég óttast það ekki. Á næsta ári verður það fært í lög að hvergi megi reykja á veitingastöðum og þá munum við hafa forskot“, segir Níels.

Níels hefur í árafjöld starfað sem kokkur á togaranum Páli Pálssyni og því ljóst að miklar breytingar eru framundan í hans persónulega lífi líka. „Ég hef verið togarasjómaður í 27 ár og fjölskyldan mín aldrei kynnst öðru. Svo er ég líka í prófkjöri svo það er mikið að gera og lítið sofið þessa dagana. Ég hef þó ekki alveg sagt skilið við eldamennskuna því ég mun hjálpa til á álagstímum og leysa kokkinn af“, segir Níels Björnsson.

Greint frá á Vestfirska fréttavefnum bb.is

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið