Vertu memm

Freisting

Nýr og glæsilegur vefur hjá Bakarí Sandholt

Birting:

þann

G. Ólafsson og Sandholt, stofnað þann 4. apríl árið 1920

Nýr og glæsilegur vefur hefur verið tekinn í gagnið hjá Bakarí Sandholt.

Hér fyrir neðan ber að líta sögu Sandholts bakarí ásamt myndum.

SaganStefán Sandholt

G. Ólafsson og Sandholt var stofnað þann 4. apríl árið 1920 af bakarameisturunum Stefáni Sandholt og Guðmundi Ólafssyni. Stefán hafði lært bakarafagið á Ísafirði og fór síðan til frekara náms í kökugerð í Noregi. Stefán starfaði í og rak hins ýmsu bakarí í Reykjavík áður en fyrirtæki þeirra Guðmundar var stofnað. Guðmundur lærði bakaraiðn og kökugerð í Kanada og var verkstjóri í ýmsum bakaríum, meðan annars í Björnsbakaríi hér áður fyrr.

Fyrstu árin var verslun fyrirtækisins til húsa við Laugaveg 42 en framleiðslan á Frakkastíg. Árið 1925 var ráðist í byggingu hússins við Laugaveg 36 og öll starfsemi flutt þangað. Þeir félagar ráku nú eitt fullkomnasta brauðgerðarhús landsins.

Ásgeir StefánssonÁsgeir sonur Stefáns hóf að nema bakaraiðn hjá föður sínum Stefáni og Guðmundi árið 1926 en hann var þá aðeins 13 ára gamall. Upp úr 1950 kaupir Ásgeir hlut ekkju Guðmundar í fyrirtækinu. Stefán og Ásgeir ráku fyrirtækið í sameiningu næstu árin eða þar til Stefán lést árið 1957. Ásgeir tók þá alfarið við rekstrinum og rak það með systkinum sínum. Stefán sonur Ásgeirs lærði bakaraiðn hjá föður sínum og lauk námi í júní 1965. Stefán kom inn í reksturinn milli 1980 og 1990 og ráku þeir feðgar bakaríið saman allt þar til Ásgeir lést árið 2003.

Árið 1990 varð bylting í rekstrinum þegar bakaríið í Hverafold 1-5 var opnað. Fjárfest var í nýtísku tækjakosti og rekstrinum í Hverafold breytt að hluta í heildsöluframleiðslu. Sex árum síðar var útsölustað bætt við í Langarima 21-23.

Í nóvember 2000 var ráðist í að gjörbylta bakaríinu við Laugaveg 36 og bæta við kaffihúsi í evrópskum stíl. Reynt var að halda í það gamla og góða í útliti og andrúmslofti. Enn er notaður geysistór steinofn til baksturs, sem er líklega hinn eini sinnar tegundar sem enn er í notkun hér á landi.Nýtískulegt kaffihús Sandholts bakarí

Breytingarnar þóttu takast frábærlega vel og fékk bakaríið viðurkenningu fyrir framlag til þróunar og uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur 2001 sem Þróunarfélag miðborgarinnar veitti. Í dag er kaffihúsið afar vinsælt en þaðan má fylgjast með brauð- og kökugerðarmeisturum við vinnu sína inni í bakaríinu. Nýtískulegt kaffihús byggt á gömlum merg í húsi sem hýst hefur starfsemi fyrirtækisins frá upphafi. Það var opnað árið 2000 í nýjum búningi.

Sandholt hefur lagt mikinn metnað í að þróa vörur sínar og hefur hlotið margar viðurkenningar. Ásgeir sonur Stefáns starfar nú á Laugaveginum eftir að hafa lokið conditornámi Ásgeir Sandholt jr(kökugerð) í Kaupmannahöfn árið 1999. Hann hefur tekið þátt í mörgum fagkeppnum sem einstaklingur (m.a. Norðurlandameistari ungra konditora 2000, Íslandsmeistari í kökuskreytingum 2001), unnið keppni köku ársins til margra ára. Þá er hann eftirréttameistari íslenska kokkalandsliðsins síðan 2003

Á Laugavegi 36 er starfrækt verðlaunað, reyklaust og

Opið er alla daga frá kl. 7:30 til 18:15 (17:00 um helgar).

 

Heimild: heimasíða Sandholt

www.sandholt.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið