Freisting
Nýr matarvefur
Nýr vefur hefur litið dagsins ljós og ber hann heitið Matseld.is Hægt er að skoða ýmsan fróðleik á vefnum, til að mynda hafa aðstandendur vefsins sett í gang uppskriftaleik og eru glæsilegir vinningar í boði, einnig eru uppskriftir frá notendum vefsins, spjall ofl.
Matseld.is er enn í vinnslu að sögn umsjónarmann vefsins hann Jens Kristjánsson og má búast við nokkrum villum á meðan sú vinnsla er í gangi.
Hér að neðan ber að líta hugmyndir umsjónarmann fyrir vefinn Matseld.is:
Umsjón mín felst í því að koma þessum vef sem áfallaminnst úr höfn. Í því skyni hef ég skráð hinar og þessar færslur um margra mánaða skeið sem hver annar notandi væri og mun halda því áfram enn um stund í þeim tilgangi að prófa viðmót og virkni einstakra
hluta vefsins. Lesendur munu því finna færslur um ólíklegustu málefni undir þessu notandanafni, bæði færslur sem varða vefinn almennt sem og færslur sem tjá einhverja skoðun.
Þessar færslur geta jafnframt gefið lesendum einhverjar hugmyndir um hvernig nota má þennan vef til að koma hugmyndum sínum og skoðunum sínum á framfæri enda hef ég af fremsta megni reynt að setja mig í spor hins almenna notanda – sem ég mun og verða þegar fram í sækir.
Þegar vefurinn er komið á skrið mun öllum færslum þessa notandanafns sem tjá einhverja skoðun ýmist verða eytt eða þær færðar undir mitt eigið notandanafn, Jens Kristjánsson.
Ritstjórn mín gagnvart hinum almenna notanda er engin enda þarfnast hann ekki ritstjórnar.
En vefurinn mun með tímanum ráða til sín blaðamenn í lausamennsku til að skrifa um matarmálefni líðandi stundar á landsvísu og stundum heimsvísu og greinarhöfunda til að skrifa um hvaðeina varðandi mat sem þeim þykir orða vert. Í hvoru tveggja mun ritstjórnar/ritskoðunar minnar gæta að einhverju marki enda munu birtingar efnis fara um mínar hendur.
Heimasíða: www.matseld.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





