Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr matarvagn við Frakkastíg opnar – Ingó og Matti: „Þetta var langt fram úr okkar væntingum…“
Það má með sanni segja að nýi matarvagninn á Frakkastígnum hafi farið vel af stað, en mikil aðsókn var við opnun í gær 1. mars að loka þurfti fyrr en áætlað var, þar sem hráefnið hreinlega kláraðist.
Matarvagninn heitir Víkinga pylsur og er staðsettur efst á Frakkastíg, rétt fyrir neðan Hallgrímskirkju og býður upp á girnilegar pylsur og að auki þessar hefðbundnu pylsur sem allir íslendingar þekkja.
Eigendur eru vinirnir Ingólfur Albert Þorsteinsson og Marteinn Marlin Kelley eða Ingó og Matti eins og þeir eru kallaðir í daglegu tali.
„Þetta var langt fram úr okkar væntingum og alveg frábærar móttökur.“
Sögðu Ingó og Matti um formlegu opnunina í gær.
Á matseðlinum eru tvær tegundir af pylsum, þær eru:
Lamb og bernaise
Hægeldaður rifinn frampartur, bernaise, rauðkál og steiktur laukur. Þessi pylsa er strangheiðarleg og lambið fær að njóta sín.
Rifið svínakjöt
Rifið svínakjöt, rauðkál, stökkar kartöflur, mayones, BBQ sósa og sriracha tabasco sósa. Þetta er svakaleg pylsa, mæli með að allir smakki hana, tabasco sósan gerir svo mikið fyrir þessa.
Og eins áður segir, að auki þessar hefðbundnu pylsur sem allir íslendingar þekkja.
„Við höfum talað um það í mörg ár að opna veitingastað saman og hugmyndirnar margar. Allar hugmyndir okkar voru að opna lítinn veitingastað og okkur finnst tilvalið að byrja hérna. Maður þarf að byrja einhvers staðar.“
Sögðu vinirnir hressir í samtali við veitingageirinn.is aðspurðir um hvernig kom það til að opna matarvagn.
Á að bjóða uppá fleiri tegundir af pylsum eða rétti?
„Þetta er lítill vagn svo það er ekki svigrúm fyrir mikið stærri matseðil en þetta, en það er fullt af möguleikum þegar við förum í stærra húsnæði.“
Fylgist með á facebook Víkinga pylsur hér.
Meðfylgjandi myndir tók Samuel Hermannsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana