Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
Veitingastaðurinn Piccolo er nýr veitingastaður í Reykjavík við Laugaveg 11 þar sem Ítalía var áður til húsa.
Piccolo opnar formlega, föstudaginn 13. desember næstkomandi þar sem boðið verður upp á sérstakan sex rétta samsettan opnunarmatseðil um helgina.
Þriðjudeginum 17. desember verður svo matseðill staðarins tekinn í notkun. Matseðillinn heiðrar ríkar matarhefðir Ítalíu með réttum sem eru útbúnir úr ferskustu hráefnum hvers árstíma og staðbundnum afurðum. Frá handgerðum pastaréttum og pizzum til ljúffengra eftirrétta og spennandi smakkseðla.
Staðurinn er fallega hannaður, rómantískur ítalskur sjarmi, jarðlitir, mjúk lýsing og vandlega valin ítölsk list prýða rýmið.
Gott úrval ítalskra vína er í boði af bestu gæðum sem eru vandlega valin til að para við réttina á matseðlinum.
Eigendur eru veitingahjónin Augusta Akpoghene Ólafsson og Hákon Jónas Ólafsson. Augusta er matreiðslumeistari frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, en hún lærði meðal annars fræðin sín á ítölskum veitingastað í AArhus sem heitir Grappa.
Piccolo tekur 46 manns í sæti og opnunartími er:
Þriðju- til fimmtudaga: 17:00-23:00.
Föstu- til laugardaga 11:00-15:00 og 17:30-23:30.
Sunnudaga frá 11:00-15:00 og 17:30-23:00.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó