Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nýr formaður LABAK | Jói Fel hættir eftir 16 ár í stjórn

Birting:

þann

Bakarí - BrauðAðalfundur Landssamband bakarameistara (LABAK), var haldinn á Hótel Heklu í dag og þar var Jón Albert Kristinsson kosinn formaður, en hann bauð sig fram til formennsku á móti sitjandi formanni honum Jóhannesi Felixsyni, betur þekktur undir nafninu Jói Fel.

Jón Albert var fyrst kosinn sem formaður LABAK árið 1982 og hefur verið formaður alla vega tvisvar og var meðal annars lengi vel sem stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins.   Faðir Jóns Alberts, Kristinn Albertsson var einnig sem formaður LABAK á árunum 1972 – 1974 og á árunum 1976 – 1978.

Aðrir í stjórn eru: Jón Heiðar Ríkharðsson Okkar bakarí, Sigurður Enoksson Hérastubbi, Sigurður Már Guðjónsson Bernhöftsbakarí og Sigþór Sigurjónsson Bakarameistaranum.  Í varastjórn eru: Almar Þór Þorgeirsson í Almars bakarí í Hveragerði og Steinþór Jónsson í Björnsbakarí.  Hér eru á ferðinni reynslumiklir menn í stjórn, ungir og ferskir og tilbúnir í slaginn.

Lætur Jói Fel af störfum sem formaður eftir 7 ár og 16 ár í stjórn.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið