Freisting
Nýjar tegundir í matjurtargarðinum Í samstarfi við Samtök sunnlenskra kvenna
Landbúnaðarháskóli Íslands vill vekja athygli á sérsniðnu námskeiði sem ætlað er félagsmönnum í Samtökum sunnlenskra kvenna. Er um að ræða árvissan atburð í félagsstarfi kvennanna.
Námskeiðið í haust mun að þessu sinni fjalla um garðyrkjusögu Íslands, þróun hennar og hvert hún stefnir. Farið verður yfir helstu ræktunarmöguleika nýrra tegunda í heimilisgörðum. Kynntir verða nýir landnemar sem heppilegir eru til ræktunar í heimilisgörðum, s.s. kryddjurtir, laukar og kúrbítur.
Sýnikennsla verður á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem fjallað verður um notagildi nýrra tegunda á íslenskum grænmetismarkaði. Kennd verður meðhöndlun á grænmetinu sem og almenn notkun, þar sem heilbrigði og hollt fæði er haft í fyrirrúmi.
Kennarar á námskeiðinu verða fremstu menn á sínu sviði þeir, Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi á Engi og Árni Þór Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hvergerði.
Námskeiðið fer fram á Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum Ölfusi og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 26. september, kl. 10:00-15:00. Skráning fer fram hjá Guðrúnu Lárusdóttir endurmenntunarstjóra, netfang: [email protected] og vs: 433 5308. Námsskeiðsgjaldi er 6.000kr og eru gögn og veitingar innifaldar,
Heimasíða: www.hnlfi.is
Fréttatilkynning
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt