Freisting
Nýjar tegundir í matjurtargarðinum Í samstarfi við Samtök sunnlenskra kvenna
Landbúnaðarháskóli Íslands vill vekja athygli á sérsniðnu námskeiði sem ætlað er félagsmönnum í Samtökum sunnlenskra kvenna. Er um að ræða árvissan atburð í félagsstarfi kvennanna.
Námskeiðið í haust mun að þessu sinni fjalla um garðyrkjusögu Íslands, þróun hennar og hvert hún stefnir. Farið verður yfir helstu ræktunarmöguleika nýrra tegunda í heimilisgörðum. Kynntir verða nýir landnemar sem heppilegir eru til ræktunar í heimilisgörðum, s.s. kryddjurtir, laukar og kúrbítur.
Sýnikennsla verður á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem fjallað verður um notagildi nýrra tegunda á íslenskum grænmetismarkaði. Kennd verður meðhöndlun á grænmetinu sem og almenn notkun, þar sem heilbrigði og hollt fæði er haft í fyrirrúmi.
Kennarar á námskeiðinu verða fremstu menn á sínu sviði þeir, Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi á Engi og Árni Þór Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hvergerði.
Námskeiðið fer fram á Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum Ölfusi og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 26. september, kl. 10:00-15:00. Skráning fer fram hjá Guðrúnu Lárusdóttir endurmenntunarstjóra, netfang: [email protected] og vs: 433 5308. Námsskeiðsgjaldi er 6.000kr og eru gögn og veitingar innifaldar,
Heimasíða: www.hnlfi.is
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





