Freisting
Nýjar tegundir í matjurtargarðinum Í samstarfi við Samtök sunnlenskra kvenna
Landbúnaðarháskóli Íslands vill vekja athygli á sérsniðnu námskeiði sem ætlað er félagsmönnum í Samtökum sunnlenskra kvenna. Er um að ræða árvissan atburð í félagsstarfi kvennanna.
Námskeiðið í haust mun að þessu sinni fjalla um garðyrkjusögu Íslands, þróun hennar og hvert hún stefnir. Farið verður yfir helstu ræktunarmöguleika nýrra tegunda í heimilisgörðum. Kynntir verða nýir landnemar sem heppilegir eru til ræktunar í heimilisgörðum, s.s. kryddjurtir, laukar og kúrbítur.
Sýnikennsla verður á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem fjallað verður um notagildi nýrra tegunda á íslenskum grænmetismarkaði. Kennd verður meðhöndlun á grænmetinu sem og almenn notkun, þar sem heilbrigði og hollt fæði er haft í fyrirrúmi.
Kennarar á námskeiðinu verða fremstu menn á sínu sviði þeir, Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi á Engi og Árni Þór Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hvergerði.
Námskeiðið fer fram á Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum Ölfusi og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 26. september, kl. 10:00-15:00. Skráning fer fram hjá Guðrúnu Lárusdóttir endurmenntunarstjóra, netfang: [email protected] og vs: 433 5308. Námsskeiðsgjaldi er 6.000kr og eru gögn og veitingar innifaldar,
Heimasíða: www.hnlfi.is
Fréttatilkynning
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Keppni4 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….