Freisting
Nýjar tegundir í matjurtargarðinum Í samstarfi við Samtök sunnlenskra kvenna
Landbúnaðarháskóli Íslands vill vekja athygli á sérsniðnu námskeiði sem ætlað er félagsmönnum í Samtökum sunnlenskra kvenna. Er um að ræða árvissan atburð í félagsstarfi kvennanna.
Námskeiðið í haust mun að þessu sinni fjalla um garðyrkjusögu Íslands, þróun hennar og hvert hún stefnir. Farið verður yfir helstu ræktunarmöguleika nýrra tegunda í heimilisgörðum. Kynntir verða nýir landnemar sem heppilegir eru til ræktunar í heimilisgörðum, s.s. kryddjurtir, laukar og kúrbítur.
Sýnikennsla verður á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem fjallað verður um notagildi nýrra tegunda á íslenskum grænmetismarkaði. Kennd verður meðhöndlun á grænmetinu sem og almenn notkun, þar sem heilbrigði og hollt fæði er haft í fyrirrúmi.
Kennarar á námskeiðinu verða fremstu menn á sínu sviði þeir, Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi á Engi og Árni Þór Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hvergerði.
Námskeiðið fer fram á Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum Ölfusi og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 26. september, kl. 10:00-15:00. Skráning fer fram hjá Guðrúnu Lárusdóttir endurmenntunarstjóra, netfang: gurra@lbhi.is og vs: 433 5308. Námsskeiðsgjaldi er 6.000kr og eru gögn og veitingar innifaldar,
Heimasíða: www.hnlfi.is
Fréttatilkynning

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn