Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar mathallar á Glerártorgi – Aron: „Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
Nú dregur til tíðinda á Glerártorgi, en nýir rekstraraðilar mathallarinnar, frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson eru í óða önn að finna matsölustaði í nýju höllina.
„Við þorum ekki að lofa neinu, en við vonum svo sannarlega að við getum opnað um mitt sumarið,“
segir Guðmundur, en hann hefur verið kokkur í 22 ár. Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Frændurnir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar.
„Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
segir Aron í samtali við akureyri.net sem fjallar nánar um málið hér.
Kristján Ólafur Sigríðarson var rekstrarstjóri mathallarinnar en Eik fasteignafélag hf., eigandi Glerártorgs sleit samstarfi við Kristján eftir að upp komst um stórfelld skattalagabrot hans.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði