Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar mathallar á Glerártorgi – Aron: „Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
Nú dregur til tíðinda á Glerártorgi, en nýir rekstraraðilar mathallarinnar, frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson eru í óða önn að finna matsölustaði í nýju höllina.
„Við þorum ekki að lofa neinu, en við vonum svo sannarlega að við getum opnað um mitt sumarið,“
segir Guðmundur, en hann hefur verið kokkur í 22 ár. Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Frændurnir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar.
„Við viljum leggja leið okkar norður og taka þátt í veitingaflórunni hérna,“
segir Aron í samtali við akureyri.net sem fjallar nánar um málið hér.
Kristján Ólafur Sigríðarson var rekstrarstjóri mathallarinnar en Eik fasteignafélag hf., eigandi Glerártorgs sleit samstarfi við Kristján eftir að upp komst um stórfelld skattalagabrot hans.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi