Starfsmannavelta
Nýir rekstraraðilar Kjöthallarinnar
„Ég byrjaði að vinna hjá þeim fyrst um 2004 og hef ég unnið þarna öll jól og annars slagið á sumrin, en kannski minna síðustu árin.
Svo kom ég til þeirra í febrúar þegar ég var að ferma og frétti að bræðurnir væru að íhuga að leggjast í helgan stein,“
segir Jóhann Ingi Jóhannsson, nýr eigandi Kjöthallarinnar í samtali við Viðskiptablaðið.
Kjöthöllin er með elstu verslunar og kjötvinnslufyrirtækjum landsins, stofnað 1. maí 1944. Fyrstu árin var verslunin og kjötvinnslan rekin á Klömbrum á Klambratúni (Miklatúni).
Þar var einnig rekið sláturhús til nokkurra ára ásamt reykhúsi , en það var starfrækt til ársins 1963. Kjötvinnslan fluttist að Háteigsvegi 2 árið 1953 og var þar til húsa næstu 13 árin. Kjöthöllin réðst í byggingu verslunarhússins að Skipholti 70 árið 1964 og fluttist kjötvinnslan þangað 1966 samhliða því að verslunin var opnuð.
Stofnandi Kjöthallarinnar var Christian H. Christensen og rak hann fyrirtækið fyrstu 30 árin . Synir hans Sveinn og Björn Christensen ásamt þeirra fjölskyldum keyptu síðan reksturinn 1974 og hafa þeir starfrækt fyrirtækið síðan.
Viðskiptablaðið ræddi síðast við eigendur Kjöthallarinnar árið 2023 þegar verið var að loka versluninni á Háaleitisbraut. Reksturinn hefur þó gengið mjög vel síðan þá og er öllum viðskiptavinum nú þjónað á einum stað.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar hér.
Myndir: facebook / Kjöthöllin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa







