Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Prímus kaffi á Hellnum

Birting:

þann

Prímus kaffi á Hellnum

Prímus kaffi á Hellnum

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við kaffihúsinu Prímus kaffi sem undanfarin ár hefur verið starfrækt við gestastofu Snæfellsnessþjóðgarðs á Hellnum.  Kaffihúsið var opnað formlega á skírdag 17. apríl s.l.  Það er opið alla daga vikunnar frá tíu á morgnana til níu á kvöldin allt til enda september. Þar verður hægt að fá kaffi og aðra drykki. Að sjálfsögðu verða einnig á boðstólum bæði brauð og kökur. Einnig verður sérlöguð sjávarréttasúpa ásamt fleiri súputegundum.

Ég er líka að hugsa um að bjóða upp á alvöru grjónagraut. Ég hlakka mikið til sumarsins. Hellnar eru yndislegur staður. Það er frábært og sólríkt útsýni héðan frá okkur yfir hafið og Faxaflóa. Svo erum við með Snæfellsjökulinn hér rétt hjá og síðan Stapafellið við Arnarstapa

, segir Helga Magnea Birkisdóttir í samtali við skessuhorn.is.

Hún ætlar að reka staðinn í sumar ásamt eiginmanni sínum Ólafi Sólmundssyni.

Áður höfðu þeir Sveinn Haukur Valdimarsson og Ægir Snær Sigmarsson verið með rekstur Kaffi Prímuss á Hellnum.

 

Mynd: skjáskot af google korti.

/Smári

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið