Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar á Hólabúðinni og 380 veitingastaðnum á Reykhólum
Í október í fyrra lokaði Hólabúðin og 380 veitingastaðurinn á Reykhólum, en þá höfðu þá Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015. Veitingastaðurinn opnaði árið 2018.
Sjá einnig:
Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum
Húsnæði verslunarinnar og veitingastaðarins, sem er í eigu sveitarfélagsins, var auglýst til leigu og barst ein umsókn, frá Helgu Guðmundsdóttur og Arnþóri Sigurðssyni og var gengið til samninga við þau.
Í tilkynningu segir að Helga mun stjórna versluninni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Sveitarfélagið veitti styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. Það mun létta róðurinn við undirbúninginn.
Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl næstkomandi, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað. Aðspurð segjast þau leggja áherslu á verslunina til að byrja með, því mikilvægast er að koma henni í gang. Þau segjast hlakka mikið til að koma vestur og takast á við þetta verkefni.
Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi og reykholar.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir