Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar á Hólabúðinni og 380 veitingastaðnum á Reykhólum
Í október í fyrra lokaði Hólabúðin og 380 veitingastaðurinn á Reykhólum, en þá höfðu þá Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015. Veitingastaðurinn opnaði árið 2018.
Sjá einnig:
Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum
Húsnæði verslunarinnar og veitingastaðarins, sem er í eigu sveitarfélagsins, var auglýst til leigu og barst ein umsókn, frá Helgu Guðmundsdóttur og Arnþóri Sigurðssyni og var gengið til samninga við þau.
Í tilkynningu segir að Helga mun stjórna versluninni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Sveitarfélagið veitti styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. Það mun létta róðurinn við undirbúninginn.

Veitingastaðurinn 380 á Reykhólum, en nafnið er til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Lagt verður meiri áhersla á verslunina til að byrja með.
Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl næstkomandi, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað. Aðspurð segjast þau leggja áherslu á verslunina til að byrja með, því mikilvægast er að koma henni í gang. Þau segjast hlakka mikið til að koma vestur og takast á við þetta verkefni.
Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi og reykholar.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri