Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Harbour House á Siglufirði

Birting:

þann

Harbour House á Siglufirði

Gestur Þór Guðmundsson, Sigmar Bech og í stólnum situr Sigríður Vilhjálmsdóttir
Mynd: Trölli.is

Nú á dögunum tóku þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech við rekstrinum á veitingahúsinu Harbour House á Siglufirði.

Harbour House er staðsett á hafnarsvæðinu á Siglufirði og býður upp á ferskt sjávarfang eins og fiskisúpu, bleikju, þorsk og annað ferskmeti sem fæst á svæðinu.

Harbour House á Siglufirði

Fiskisúpa Harbour House
Mynd: facebook / Harbour House

Einnig verður boðið upp á smurbrauð og þá nýung að hafa brunch um hádegi á laugar- og sunnudögum. Það er greinilegt að gestir eru ánægðir með Harbour House, en staðurinn hefur fengið ágætis einkunn á TripAdvisor.

Gestur Þór Guðmundsson er menntaður leiðsögumaður og hefur starfað sem slíkur undanfarin ár. Sigmar Bech er framreiðslumaður að mennt og starfaði síðast á Sigló Hótelinu. Sigmar og Gestur eiga tvö fyrirtæki í ferða- og veitingaþjónustu, annað er Wild Tracks sem sér um útleigu á fjallahjólum ásamt leiðsögumennsku.

Harbour House á Siglufirði

Veitingahúsið Harbour House er staðsett á hafnarsvæðinu á Siglufirði.
Mynd: facebook / Harbour House

Til liðs við Sigmar og Gest Þór er Sigríður Vilhjálmsdóttir, menntaður matsveinn og hefur starfað sem kokkur undanfarin 30 ár, mun hún ráða ríkjum í eldhúsinu.

Harbour House verður hugsað sem miðstöð á Siglufirði fyrir upplýsinga- afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn með mat og afþreyingu, þar sem hægt verður að njóta ljúffengra veitinga og leigja fjallahjól, sjóbretti eða fá leiðsögn um umhverfið í kring.

Harbour House á Siglufirði

Harbour House er staðsett þar sem rauða örin sýnir
Mynd: facebook / Harbour House

Að auki munu þeir Gestur og Sigmar annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru tvö, annað staðsett í miðbænum við ráðhústorgið og smábátabryggjuna og hitt sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra bola.  Það var Trölli.is sem greindi fyrst frá.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið