Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir rekstraraðilar á Harbour House á Siglufirði
Nú á dögunum tóku þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech við rekstrinum á veitingahúsinu Harbour House á Siglufirði.
Harbour House er staðsett á hafnarsvæðinu á Siglufirði og býður upp á ferskt sjávarfang eins og fiskisúpu, bleikju, þorsk og annað ferskmeti sem fæst á svæðinu.
Einnig verður boðið upp á smurbrauð og þá nýung að hafa brunch um hádegi á laugar- og sunnudögum. Það er greinilegt að gestir eru ánægðir með Harbour House, en staðurinn hefur fengið ágætis einkunn á TripAdvisor.
Gestur Þór Guðmundsson er menntaður leiðsögumaður og hefur starfað sem slíkur undanfarin ár. Sigmar Bech er framreiðslumaður að mennt og starfaði síðast á Sigló Hótelinu. Sigmar og Gestur eiga tvö fyrirtæki í ferða- og veitingaþjónustu, annað er Wild Tracks sem sér um útleigu á fjallahjólum ásamt leiðsögumennsku.
Til liðs við Sigmar og Gest Þór er Sigríður Vilhjálmsdóttir, menntaður matsveinn og hefur starfað sem kokkur undanfarin 30 ár, mun hún ráða ríkjum í eldhúsinu.
Harbour House verður hugsað sem miðstöð á Siglufirði fyrir upplýsinga- afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn með mat og afþreyingu, þar sem hægt verður að njóta ljúffengra veitinga og leigja fjallahjól, sjóbretti eða fá leiðsögn um umhverfið í kring.
Að auki munu þeir Gestur og Sigmar annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru tvö, annað staðsett í miðbænum við ráðhústorgið og smábátabryggjuna og hitt sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra bola. Það var Trölli.is sem greindi fyrst frá.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita