Markaðurinn
Nýir pizzabotnar og fullbúin pizzasósa
Innnes hefur hafið sölu á forbökuðum pizzabotnum frá ítalska pizzabotnaframleiðandanum Quelli Della Pizza. Frá árinu 2009 hafa þeir sett allt kapp í það að búa til hina fullkomnu súrdeigs pizzabotna – og það hefur þeim tekist! Botnarnir frá Quelli Della Pizza gera hverjum sem er kleift að framreiða ekta ítalska pizzu á örfáum mínútum.
Handhnoðað deigið og langur hefunartími gefa botnunum óviðjafnanlegan léttleika og eru botnarnir mjúkir að innan og stökkir að utan.
Öll innihaldsefni í botnunum eru 100% ítölsk og af bestu gæðum og því engin tilviljun að pizzabotnarnir frá Quelli Della Pizza eru líklega þeir allra bestu sem völ er á í heiminum í dag.
Vesuvio
Vezuvio pizzabotninn er nútímaútgáfa hins fornfræga Napólíska pizzabotns. Þykk og loftmikil skorpa og stökkur súrdeigsbotninn er blanda sem erfitt er að standast. Langur hefunartími og sérvalin hráefni gera þennan pizzabotn sérlega bragðgóðan. Pizzadeigið er handhnoðað og hluti vatnsins sem í það fer er hreinsaður sjór sem gefur deiginu ljúfa seltu. Öll innihaldsefni eru 100% ítölsk.
Gold
Gold súrdeigspizzabotninn frá Quelli Della Pizza er ilmandi að utan og mjúkur að innan með fíngerðri skorpu. Án nokkurs vafa er þetta besti handverkspizzabotninn á markaðnum í dag. Öll innihaldsefni eru 100% ítölsk.
Pinsella
Pinsella pizzabotninn er stökkur að utan en mjúkur að innan. Hátt vatnsinnihald botnsins og langur hefunartími gefa honum óviðjafnanlegan léttleika en á sama tíma er hann stökkur. Náttúrulegt ger og einföld hágæða hráefni koma hér saman og gefa af sér einstakan pizzabotn. Öll innihaldsefni eru 100% ítölsk.
Fullbúin pizzasósa framleidd úr svokölluðum „sun ripened tomatoes“. Þá eru tómatarnir látnir fullþroskast á plöntunni. Pizzasósan er með örlitlum sætutón og inniheldur m.a. ítalskar kryddjurtir og hvítlauk.
Frábær pizzasósa en einnig er hún góður grunnur að fjölmörgum ítölskum réttum. Hituð beint úr dósinni er hún mjög góð brauðstangasósa. Pizzasósa er yfirleitt þykkari en spaghetti eða marinara sósa, en með því að bæta ólífuolíu út í pizzasósuna er komin tilbúin marinara sósa sem passar vel í lasagna eða bakað spaghetti.
Pizzasósan er náttúrulega glútein laus og án viðbætts sykurs.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var