Sverrir Halldórsson
Ný norrænt smurbrauð – Smurstöðin í Hörpunni – Veitingarýni
Nýlega átti ég þess kost að fá að smakka á réttum á nýja matseðli Smurstöðvarinnar í Hörpu. Hrafnhildur Steindórsdóttir er veitingastjóri þar og Bjarni Gunnar stjórnar eldhúsinu, bæði tvö flottir fagmenn.
Þar er allur matur lagaður frá grunni og meira segja eru þau með heimagerða snafsa og er það mikið fagnaðarefni sá viðsnúningur sem hefur orðið í faginu að laga frá grunni og hætta að kaupa tilbúna vöru.
Einnig hefur innréttingum aðeins verið breytt, þannig að það virkar einhvern veginn betur á mann.
En að aðalatriðinu matnum og þjónustunni.
Það sem ég fékk var eftirfarandi:
Brauðið er með malti sem gerir það svona dökkt og þvílíkur unaður að borða það með íslensku smjöri.

>>Leverpostej<< með fjallagrösum, Flúðasveppum, piparbeikoni og krækiberjahlaupi, borið fram með ristuðu rúgbrauði
Vá þetta er ein sú besta lifrakæfa sem ég hef smakkað á.
Mjög gott fiskbragð af súpunni sem er sjældgæft nú um stundir, mæli hiklaust með henni.
Fiskurinn mjög góður, en brauðið sem var undir, stal bragðinu.
Egg og rækjur með brenndu majónesi, hafþyrniberjum, skjaldfléttu og stökkum nípuflögum
Mjög góð og flott samsetning á bragði.
Kjúklingur >>kyllingesalat<< með spergli, piparbeikoni og sólþurrkuðum íslenskum tómötum
Mjög bragðgott en helst til salt.
Reyktur nautahryggvöðvi með súrsuðu hindberja-remúlaði, rifinni piparrót, stökkum lauk og kerfli
Himnesk eldun á nautinu, milt reykbragð og meðlæti passar vel inn í flóruna.
Draumur í dós, algjört sælgæti.
Þetta var virkilega skemmtileg upplifun í mat og þjónustan stóð fyllilega fyrir sínu og er óhætt að segja að staðurinn eldist vel og verður bara betri og betri.
Takk kærlega fyrir mig.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað













