Freisting
Ný norræn matargerð lifir góðu lífi
Norræn matargerðarlist mætir velgengni jafnt á norrænum sem og alþjóðlegum vettvangi. Því hefur verið ákveðið að halda áfram með hina árangursríku áætlun um nýja norræna matargerðarlist.
Norrænir ráðherrar sem fara með málefni landbúnaðar, skógræktar, sjávar útvegs og matvæla ákváðu þetta á fundi sem haldinn var á Íslandi á fimmtudag, segir í fréttatilkynningu frá Norðurlandaráði.
Norræna ráðherranefndin setti áætlunina um nýja norræna matargerðarlist á laggirnar árið 2006. Markmiðið með áætluninni, sem lýkur við árslok 2009, er að efla norræna matarmenningu og matargerðarlist og einnig hönnun og ferðaþjónustu sem tengist matargerð, jafnt svæðisbundið og á alþjóðavettvangi.
Nýja áætlunin mun verða starfrækt frá árinu 2010 til 2014 og mun fjárframlag til hennar nema 15 milljónum danskra króna.
Í áætluninni verða sérstök áherslu svið, til að mynda framleiðsla matvæla sem tengjast einstökum svæðum, framleidd jafnt af litlum sem stórum framleiðendum. Einnig verður lögð áhersla á að tengja enn frekar saman matargerð og ferðaþjónustu, góður matur laðar að ferðamenn og eflir samfélagið.
Upplýsingar munu verða mikilvægur þáttur í nýju áætluninni, það er að segja sýnileiki og að draga fram þau gæði og tækifæri sem norræn matargerðarlist felur í sér. Í áætluninni verður sjónum einnig beint að erfðaauðlindum og hráefni ásamt hollustu norrænnar fæðu. Áætlunin verður tilbúin til kynningar í haust.
Áætlunin um nýja norræna matargerðarlist hefur átt velgengni að fagna og hefur hún eflt og aukið sýnileika norrænnar matargerðarlistar og norræns hráefnis jafnframt því að mynda tengslanet meðal þeirra sem tengjast matargerðarlist á Norðurlöndunum. Auk tuga eigin verkefna hefur ný norræn matargerðarlist einnig haft margföldunaráhrif í löndunum. Má þar nefna til að mynda heilsuverkefnið OPUS í Danmörku sem hefur um 100 milljónir danskra króna til umráða.
Heimasíða: www.nynordiskmad.org
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó