Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný ísbúð opnar við Rauðarárstíg – Býður upp á gott úrval af Gelato og Sorbet í kúluformi og á pinnum
Þrír ættliðir standa á bak við ísbúðina Herdísi sem opnar á næstunni við Rauðarárstíg. Um er að ræða gelato- og sorbetto-ís í hinum ýmsum útgáfum en búðin er nefnd eftir ættmóðurinni, þ.e. eiginkonu eigandans og móður og ömmu hinna tveggja, en hún lést langt fyrir aldur fram.
Eigandi Herdísar er Friðrik Björnsson, en þá er sonur hans, Ásgeir Herdísarson, framleiðslustjóri en hann stundaði nám við einn virtasta ísskóla Ítalíu ásamt því að hafa verið að selja ís hér á landi á árum áður. Þá er hinn yngsti, Friðrik Ásgeirsson, barnabarn Friðriks og sonur Ásgeirs, titlaður tækjameistari.
Vídeó:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/isbudinherdis/videos/564638483709730/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Bjóða upp á sykurlaust, vegan og laktósafrítt

Ferskur Ítalskur ís búinn til á staðnum á hverjum degi. Í boði verður 26 mismunandi tegundir af gelato/sorbetto, gelato íspinna, sorbetto frostpinna ofl.
Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að boðið verði upp á sem flestar tegundir af ís í Herdísi til þess að koma til móts við sem flesta. Ætla þeir að reyna að bjóða almennt upp á eitthvað sykurlaust, vegan og laktósafrítt. Hann segir að flestar vörurnar séu glútenlausar og standist allar gæðakröfur.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Myndir og vídeó: facebook / Herdís

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta