Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný ísbúð opnar við Rauðarárstíg – Býður upp á gott úrval af Gelato og Sorbet í kúluformi og á pinnum
Þrír ættliðir standa á bak við ísbúðina Herdísi sem opnar á næstunni við Rauðarárstíg. Um er að ræða gelato- og sorbetto-ís í hinum ýmsum útgáfum en búðin er nefnd eftir ættmóðurinni, þ.e. eiginkonu eigandans og móður og ömmu hinna tveggja, en hún lést langt fyrir aldur fram.
Eigandi Herdísar er Friðrik Björnsson, en þá er sonur hans, Ásgeir Herdísarson, framleiðslustjóri en hann stundaði nám við einn virtasta ísskóla Ítalíu ásamt því að hafa verið að selja ís hér á landi á árum áður. Þá er hinn yngsti, Friðrik Ásgeirsson, barnabarn Friðriks og sonur Ásgeirs, titlaður tækjameistari.
Vídeó:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/isbudinherdis/videos/564638483709730/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Bjóða upp á sykurlaust, vegan og laktósafrítt
Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að boðið verði upp á sem flestar tegundir af ís í Herdísi til þess að koma til móts við sem flesta. Ætla þeir að reyna að bjóða almennt upp á eitthvað sykurlaust, vegan og laktósafrítt. Hann segir að flestar vörurnar séu glútenlausar og standist allar gæðakröfur.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Myndir og vídeó: facebook / Herdís
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit