Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný fiskbúð með gott úrval af sushi opnar í Reykjanesbæ
Nútíma fiskbúð í Reykjanesbæ, með ferskan fisk, fiskrétti og sushi opnaði 18 júní s.l. Fiskbúðin sem heitir Beint úr sjó er staðsett í verslunarkjarnanum við Fitjar, en þar er t.a.m. Subway, bakaríið Kornið, Bónus, Hagkaup og Húsasmiðjan.
Eigendur eru Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson.
Boðið er upp á um 8-12 fiskrétti, gott úrval af sushi og einnig er hægt að kaupa forsnar vörur t.a.m. humar, risarækjur, hörpudisk og fleira.
Arnar Ingólfsson matreiðslumaður er á meðal starfsfólks, en hann sér meðal annars um að útbúa sushi og fiskréttina. Arnar lærði fræðin sína á Bláa Lóninu frá júni 2010 og útskrifaðist vorið 2014. Arnar þekkir vel inn á sushi, enda er mikið af sushi í boði á veitingastaðnum Lava í Bláa Lóninu sem er einn af þessum metnaðarfullu veitingastöðum á Íslandi þar sem þeir félagar Viktor Örn Andrésson og Þráinn Freyr Vigfússon stjórna með glæsibrag.
Til gamans má geta að Arnar er mikið í tónlistinni og hentar dagvinnan honum mjög vel, en hann spilar á bassa og það í þremur hljómsveitum SíGull, Par Ðar og AvÓkA, að auki var Arnar valinn bassaleikari Músiktilrauna nú í mars s.l.
Fréttamaður veitingageirans heimsótti um daginn verslunina Beint úr sjó og keypti sér sushi, en hingað til hefur gott sushi ekki verið í boði í verslunum á öllu Reykjanesinu og hafa sushi unnendur þurft að keyra til Reykjavíkur til að versla sér gott sushi.
Sushi frá Beint úr sjó er fjölbreytt, inniheldur ekki of mikið edikbragð eða passlega mikið til að bragðið af grjónunum finnst. Allar tegundir sem fréttamaður fékk voru ferskar að undanskyldu rækju-topping. Virkilega bragðgott sushi.
Heimasíða: www.beintursjo.com
Instagram: instagram.com/beintursjo
Facebook: Beint úr sjó
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt4 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri