Keppni
Norrænir matreiðslumenn skoðuðu vínkjallara í Álaborg
Í dag komu saman fjölmargir kokkar frá öllum Norðurlöndunum sem kallast „Get together“, en það er hefð sem hefur skapast í gegnum árin og er haldin deginum áður en þing matreiðslumanna frá Norðurlöndunum hefst.
Farið var í vínkjallarann í Christian Den Fjerdes Laug í Álaborg í Danmörku og voru um 30 matreiðslumenn í hvítum jökkum sem spásséruðu um og fengu sér pylsur, bjór og sérstakan kartöflu snafs og hlustuðu á fróðlega fyrirlestra um þetta merka hús.
Svo var boðið upp á steikt svínakjöt með öllu tilheyrandi á formlegri athöfn þar sem farið var yfir það sem framundan er á þinginu, en þingið er einmitt haldið í Álaborg í Danmörku.
Samhliða þinginu verða haldnar hinar ýmsar keppnir svo sem Global chefs Challange norður Evrópu undanúrslit, Global Pastry chefs keppnin, Hans Buschkens Young chefs Challange og er stór hópur fagmanna frá Íslandi skráðir í keppnirnar.
Myndir: NKF / Palle W. Nielsen

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Frétt21 klukkustund síðan
Uber Eats höfðar mál gegn DoorDash vegna meintra einokunaraðferða