Freisting
Norðursjálenskur veitingastaður í eigu Íslendinga brann
Veitingastaður í eigu íslensks pars í bænum Rågeleje á Norður-Sjálandi varð fyrir miklum skemmdum í gærkvöldi þegar eldur kom upp í honum. Slökkvilið náði þó að hefta útbreiðslu eldsins svo aðeins eldhúsið brann og er það gjörónýtt.
Søstjernen heitir veitingastaðurinn en hann höfðu þau Albert Egilsson og Sigyn Oddsdóttir nýlega opnað á grunni eldri veitingastaðar. Vefmiðillinn Nordkysten segir frá því að eldurinn hafi kviknað skömmu eftir lokun staðarins og hafi starfsfólkið verið að fá sér að borða. Allir komust þó óskaddaðir út og var slökkvilið um átta og hálfa mínútu á staðinn.
Nordkysten segir að ekki hafi tekið langan tíma að ráða niðurlögum eldsins og sé það lán í óláni að aðeins eldhúsið hafi brunnið en ekki allt húsið en þau urðu örlög staðarins sem áður stóð á sama stað. Óvíst er hvenær hægt verður að opna staðinn á ný en ferðamannatíminn er um það bil að hefjast og tímasetningin því eins slæm og hugsast getur.
Ekki náðist í þau Albert og Sigyn við vinnslu fréttarinnar.
Það var Atli Steinn Guðmundsson sem skrifaði þessa frétt sem birtist á Visir.is
Uppfært: 01. maí. 2008 18:26
Ætla að opna Søstjernen aftur á laugardag
Við ætlum að opna aftur á laugardaginn,“ sagði Albert Egilsson, veitingamaður á Søstjernen á Norður-Sjálandi sem skemmdist í eldi í gærkvöldi.
Við erum komin með ferðaeldhús í gámi sem stendur fyrir utan staðinn og notum það á meðan verið er að hreinsa til,“ útskýrði Albert. Hann sagði starfsfólk tryggingafélags nú vera að meta tjónið og að öllum líkindum fengist tjónið bætt. Ekki væri enn ljóst um eldsupptök en slökkvilið ynni að rannsókn á þeim.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?