Markaðurinn
Nói Síríus fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta QPP vottun
Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er nú QPP (Quality Partner Program) framleitt og er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi sem tekur þátt í þessu verðuga verkefni. Það felur meðal annars í sér aukin gæði súkkulaðisins en ástæðan er sú að með QPP er kakóbændum á Fílabeinsströndinni gert kleift að rækta og framleiða kakóbaunir á sjálfbæran og ábyrgan hátt, en vert er að taka fram að um 33% af öllu kakói í heiminum kemur frá þessari vestur Afríkuþjóð. Tugir þúsunda kakóbænda taka þátt í QPP verkefninu og fór hlutfall kakóbauna þeirra sem telst framúrskarandi úr 11% í 88% á nokkrum árum.
Með þeirri fræðslu og aðstoð sem QPP veitir bændunum stuðlar verkefnið einnig að bættum lífsskilyrðum fyrir þá sjálfa og fjölskyldur þeirra, til dæmis með auknum aðgangi að heilsugæslu, menntun, tómstundum og hreinu vatni. Eitt af markmiðum aðstandenda verkefnisins er að veita þá aðstoð sem þarf með til þess að kakóræktun geti verið lifibrauð komandi kynslóða á Fílabeinsströndinni og sporna við því að barnaþrælkun sé liðin í kakósamfélaginu.
Nói Síríus, sem hefur verið hluti af tilveru landsmanna í bráðum 100 ár, gerir sér far um að vinna af heilindum og leggur ríka áherslu á samfélagsábyrgð og að mannréttindi séu virt. Starfsmenn fyrirtækisins hafa heimsótt kakóbændur á Fílabeinsströndinni en þar fengu þeir tækifæri til að skyggnast inn í líf kakóbændanna og fræðast um vinnuna á bakvið kakóbaunirnar sem á endanum verða að súkkulaði í verksmiðju Nóa Síríus.
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir QPP verkefnið skref í rétta átt.
Okkur er það mikil ánægja að geta lagt okkar af mörkum til að bæta lífsgæði kakóbænda og fjölskyldna þeirra á Fílabeinsströndinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi