Markaðurinn
Nói Síríus fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta QPP vottun
Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er nú QPP (Quality Partner Program) framleitt og er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi sem tekur þátt í þessu verðuga verkefni. Það felur meðal annars í sér aukin gæði súkkulaðisins en ástæðan er sú að með QPP er kakóbændum á Fílabeinsströndinni gert kleift að rækta og framleiða kakóbaunir á sjálfbæran og ábyrgan hátt, en vert er að taka fram að um 33% af öllu kakói í heiminum kemur frá þessari vestur Afríkuþjóð. Tugir þúsunda kakóbænda taka þátt í QPP verkefninu og fór hlutfall kakóbauna þeirra sem telst framúrskarandi úr 11% í 88% á nokkrum árum.
Með þeirri fræðslu og aðstoð sem QPP veitir bændunum stuðlar verkefnið einnig að bættum lífsskilyrðum fyrir þá sjálfa og fjölskyldur þeirra, til dæmis með auknum aðgangi að heilsugæslu, menntun, tómstundum og hreinu vatni. Eitt af markmiðum aðstandenda verkefnisins er að veita þá aðstoð sem þarf með til þess að kakóræktun geti verið lifibrauð komandi kynslóða á Fílabeinsströndinni og sporna við því að barnaþrælkun sé liðin í kakósamfélaginu.
Nói Síríus, sem hefur verið hluti af tilveru landsmanna í bráðum 100 ár, gerir sér far um að vinna af heilindum og leggur ríka áherslu á samfélagsábyrgð og að mannréttindi séu virt. Starfsmenn fyrirtækisins hafa heimsótt kakóbændur á Fílabeinsströndinni en þar fengu þeir tækifæri til að skyggnast inn í líf kakóbændanna og fræðast um vinnuna á bakvið kakóbaunirnar sem á endanum verða að súkkulaði í verksmiðju Nóa Síríus.
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir QPP verkefnið skref í rétta átt.
Okkur er það mikil ánægja að geta lagt okkar af mörkum til að bæta lífsgæði kakóbænda og fjölskyldna þeirra á Fílabeinsströndinni.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur