Vertu memm

Freisting

Nóbelsveisla

Birting:

þann


Prinsessan Victoria við háborðið ásamt borðherra sínum Albert Fert og t.v. er Mario R Capecchi.

Nú hafa nýbakaðir nóbelsverðlaunahafar haldið frá hátíðarsalnum í Konserthúsinu í Stokkhólmi til kvöldverðar og veislu í bláa salnum í þinghúsinu. Samkvæmt hefð risu gestir úr sætum og skáluðu fyrir konungi og síðan skáluðu þeir aftur til að heiðra minningu Alfred Nobel.

Dagens Nyheter skýrir frá því á vefsíðu sinni að Sylvía drottning hafi klæðst síðkjól úr silki sem hannaður var af japanska hönnuðinum Gun’yuki Torimaru sem starfar í London.

Krónprinsessan Victoria klæddist silkikjól sem Svíinn Per Engsheden hannaði en yngri systirin, Madelaine prinsessa klæddist sömuleiðis kjól eftir sænskan hönnuð, Lindu Nurk.

Blómaskreytingamenn hafa undanfarna þrjá daga unnið að því að skreyta salinn með 23 þúsun blómum sem flutt voru beint inn frá San Remo á Ítalíu. Litirnir í ár eru bleikt, drappað og rautt.

Fyrsta skemmtiatriði kvöldsins var ballett sem dró innblástur sinn af Línu Langsokk og var hann fluttur á meðan forrétturinn var borinn fram en það mun hafa verið humar. Í aðalrétt verður síðan borinn fram unghani frá Skáni með rauðvínssósu.

 

Auglýsingapláss

Greint frá á Mbl.is
Mynd: dn.se | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið