Starfsmannavelta
Nielsen „leggst í dvala“ – Kári og Sólveig taka við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum
Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum og opna hann á ný um miðjan mánuðinn. Þau segjast munu setja mark sitt á staðinn en áfram verði þar eitthvað fyrir alla í boði.
„Við breytum aðeins í salnum til að setja okkar brag á þetta. Sama á við um matinn, við gerum hann aðeins að okkar,“
segja þau í samtali við austurfrett.is.
Kári og Sólveig hafa frá árinu 2019 rekið veitingastaðinn Nielsen á Egilsstöðum. Þau ætla sér að reka Nielsen áfram yfir sumarið með stökum viðburðum yfir vetrarmánuðina. Þar hefur áherslan verið á íslenskt hráefni.
„Við ætlum ekki að setja hvannarfroðu eða hreindýramosa á pizzurnar á Salti. Við ætlum frekar að vera með hefðbundnari hráefnum þar og halda áherslunni á íslenska hráefnið meira á Nielsen,“
útskýrir Kári, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: facebook / Nielsen restaurant
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti