Starfsmannavelta
Nielsen „leggst í dvala“ – Kári og Sólveig taka við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum
Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum og opna hann á ný um miðjan mánuðinn. Þau segjast munu setja mark sitt á staðinn en áfram verði þar eitthvað fyrir alla í boði.
„Við breytum aðeins í salnum til að setja okkar brag á þetta. Sama á við um matinn, við gerum hann aðeins að okkar,“
segja þau í samtali við austurfrett.is.
Kári og Sólveig hafa frá árinu 2019 rekið veitingastaðinn Nielsen á Egilsstöðum. Þau ætla sér að reka Nielsen áfram yfir sumarið með stökum viðburðum yfir vetrarmánuðina. Þar hefur áherslan verið á íslenskt hráefni.
„Við ætlum ekki að setja hvannarfroðu eða hreindýramosa á pizzurnar á Salti. Við ætlum frekar að vera með hefðbundnari hráefnum þar og halda áherslunni á íslenska hráefnið meira á Nielsen,“
útskýrir Kári, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: facebook / Nielsen restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






