Frétt
Niðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna – Langflestir gáfu veitingahúsum lága einkunn vegna verðlags
Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Skýrslan er unnin úr gögnum könnunar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands sem hefur staðið yfir síðan í júní 2017.
Einnig eru birtar sérstakar samantektir fyrir sex þjóðerni og eitt markaðssvæði.
Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós eru upplýsingar um bókunar- og ákvörðunarferlið varðandi Íslandsferð, dvalarlengd, tegund gistimáta, útgjöld, tilgang ferðar, hvaða landshlutar voru heimsóttir, hvaða afþreying var nýtt, og álit eða ánægju með ýmsa þætti sem snerta ferðalög fólks hér á landi.
Ítarlegri þekking
Gagnasöfnun vegna könnunarinnar hófst um mitt ár 2017 en með henni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna en hingað til hefur legið fyrir. Þar skipta mestu regluleg gagnasöfnun, greining og örari birting á niðurstöðum. Þannig eiga að skapast forsendur til að fylgjast betur með breytingum og þróun á lýðfræði, ferðahegðun og viðhorfum erlendra ferðamanna og með því mynda kjölfestu til framtíðar í þekkingu á þessari undirstöðuatvinnugrein. Könnunin er tvískipt, annars vegar flugvallakönnun á Keflavíkurflugvelli sem framkvæmd er við brottför og hins vegar netkönnun sem send er eftir á til þeirra svarenda sem samþykkja frekari þátttöku. Nefna má að á bak við flugvallarhluta könnunarinnar 2018 eru svör frá yfir 22 þúsund manns.
Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum. Tenging er inn á töflusett í Excel með frekari greiningu gagna eftir fleiri bakgrunnsbreytum og tímabilum.
Viðhorf og upplifun: veitingahús og matur
Tvær spurningar voru lagðar fyrir ferðamenn í tengslum við mat og veitingahús, en þær voru:
- Ánægja með veitingahús og gæði matar (einkunn frá 0-10)
- Hvað varð til þessa að veitingahús fengu ekki hærri einkunn en sjö?
Niðurstaðan varð þessi:
Með útgáfunni fylgja sjö stuttar samantektir (tvíblöðungar) með helstu upplýsingum um lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf Bandaríkjamanna, Breta, Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna, Kínverja og Norðurlandabúa.
Könnuna í heild sinni er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: úr safni og úr skýrslu Ferðamálastofu.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun