Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar bakarí og fiskbúðir fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa hefur sektað þrjú bakarí og tvær fiskbúðir í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Stofnunin fór í heimsóknir í bakarí og fiskbúðir á höfuðborgarsvæði í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Þegar skoðununum var fylgt eftir kom í ljós að þrjú bakarí og tvær fiskbúðir höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á bakaríin Björnsbakarí Austurströnd, Bæjarbakarí og Okkar bakarí og á fiskbúðirnar Gallerý fisk og Fiskbúðina Höfðabakka.
Myndir: úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti