Freisting
Neytendasamtökin ætla að birta nöfn veitingastaða sem ekki lækka vörur sínar
Já það virðist vera eitthver tregða hjá fjölmörgum fyrirtækjum og þar á meðal veitingastaða að lækka vörur sínar. Eins og margir vita þá lækkaði virðisaukaskatturinn nú um mánaðarmótin og tók gildi 1 mars 2007.
Síminn hjá Neytendasamtakana hafa verið rauðglóandi í gær og í dag og hyggja Neytendasamtökin að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki hafa lækkað verð hjá sér.
Virðisaukaskatturinn lækkaði á mat, veitingasölu, gistingu, tímaritum ofl. niður í 7%, úr ýmist fjórtán prósentum eða 24,5 prósentum. Einnig lækka vörugjöld en það kemur til með að taka lengri tíma að skila sér út í verðlagið.
Aðspurður um hver eðlis símtölin eru, svaraði Jóhannesar Gunnarssonar, formaður Neytendasamtakanna „Síminn hjá samtökunum hefur verið rauðglóandi í gær og dag og flestir hafa kvartað undan því að verð hafi ekki lækkað hjá söluturnum, veitingastöðum, kvikmyndahúsum og mötuneytum“ og bætir við að samtökin komi til með að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki lækka vörur sínar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.