Eldlinan
Nemar í keppnisferð til Tyrklands
Dagana 21.-27. október næstkomandi munu fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi og Hótel- og matvælaskólans taka þátt í aðalfundi Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) sem að þessu sinni er haldinn í Antalya í Tyrklandi. Í tengslum við aðalfundinn verða haldnar hinar árlegu fagkeppnir nemenda.
Nú urðu fyrir valinu þær Anna Björg Þórarinsdóttir, nemandi á ferðalínu sem keppa mun í ferðakynningum, og Bylgja Mjöll Helgadóttir, bakaranemi, sem keppa mun í eftirréttagerð. Þeim stöllum til halds og trausts verða þau Ásgeir Þór Tómasson, kennari í bakaranámi, Ásdís Vatnsdal, kennari og verkefnastjóri erlendra samskipta og Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina.
Þetta er áttunda árið sem skólarnir senda nemendur og kennara til þessarar keppni og hefur árangur íslensku nemanna frá upphafi verið frábær. Í fyrra fór keppnin fram í Bled í Slóveníu og þá vann bakaraneminn Svanur Már Scheving Skarphéðinsson til silfurverðlauna og Guðrún Birna Brynjólfsdóttir, nemandi á ferðalínu, vann til gullverðlauna.
Birt á Nemandasíðunni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi