Eldlinan
Nemar í keppnisferð til Tyrklands
Dagana 21.-27. október næstkomandi munu fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi og Hótel- og matvælaskólans taka þátt í aðalfundi Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) sem að þessu sinni er haldinn í Antalya í Tyrklandi. Í tengslum við aðalfundinn verða haldnar hinar árlegu fagkeppnir nemenda.
Nú urðu fyrir valinu þær Anna Björg Þórarinsdóttir, nemandi á ferðalínu sem keppa mun í ferðakynningum, og Bylgja Mjöll Helgadóttir, bakaranemi, sem keppa mun í eftirréttagerð. Þeim stöllum til halds og trausts verða þau Ásgeir Þór Tómasson, kennari í bakaranámi, Ásdís Vatnsdal, kennari og verkefnastjóri erlendra samskipta og Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina.
Þetta er áttunda árið sem skólarnir senda nemendur og kennara til þessarar keppni og hefur árangur íslensku nemanna frá upphafi verið frábær. Í fyrra fór keppnin fram í Bled í Slóveníu og þá vann bakaraneminn Svanur Már Scheving Skarphéðinsson til silfurverðlauna og Guðrún Birna Brynjólfsdóttir, nemandi á ferðalínu, vann til gullverðlauna.
Birt á Nemandasíðunni
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





