Eldlinan
Nemar í keppnisferð til Tyrklands
Dagana 21.-27. október næstkomandi munu fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi og Hótel- og matvælaskólans taka þátt í aðalfundi Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) sem að þessu sinni er haldinn í Antalya í Tyrklandi. Í tengslum við aðalfundinn verða haldnar hinar árlegu fagkeppnir nemenda.
Nú urðu fyrir valinu þær Anna Björg Þórarinsdóttir, nemandi á ferðalínu sem keppa mun í ferðakynningum, og Bylgja Mjöll Helgadóttir, bakaranemi, sem keppa mun í eftirréttagerð. Þeim stöllum til halds og trausts verða þau Ásgeir Þór Tómasson, kennari í bakaranámi, Ásdís Vatnsdal, kennari og verkefnastjóri erlendra samskipta og Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina.
Þetta er áttunda árið sem skólarnir senda nemendur og kennara til þessarar keppni og hefur árangur íslensku nemanna frá upphafi verið frábær. Í fyrra fór keppnin fram í Bled í Slóveníu og þá vann bakaraneminn Svanur Már Scheving Skarphéðinsson til silfurverðlauna og Guðrún Birna Brynjólfsdóttir, nemandi á ferðalínu, vann til gullverðlauna.
Birt á Nemandasíðunni

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir