Freisting
Naomi Campbell vildi ekki tómata og skinku
Breska fyrirsætan Naomi Campbell hefur oft átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt og það hefur valdið henni ýmsum vandræðum. Enn á ný er Naomi komin í fréttirnar vegna skapsins en breska blaðið The Sun segir, að hún hafi gengið berserksgang um borð í skemmtisnekkju, sem er í eigu Badr Jafars, nýs kærasta fyrirsætunnar.
Eru skemmdirnar á snekkjunni metnar á fjórðu milljón íslenskra króna.
Að sögn blaðsins var ætluðu þau Naomi og Jafar að snæða rómantískan kvöldverð um borð í snekkjunni, þar sem hún lá við bryggju í Viareggio á Ítalíu. Ítalskur matreiðslumaður, sem fenginn var til að sjá um máltíðina, bar tómata með mossarellaosti og vindþurrkaðri skinku á borð fyrir parið ásamt flösku af héraðsvíni. Þetta þótti Naomi hins vegar ekki merkilegur matur og bað um að honum yrði fleygt fyrir borð. Kokkurinn svaraði fyrir sig með nokkrum vel völdum orðum krydduðum svívirðingum á ítölsku og það var meira en Naomi þoldi. Að sögn The Sun átti áhöfn snekkjunnar fótum fjör að launa því fyrirsætan fleygði leirtaui og öðru lauslegu í allar áttir.
Það varð allt vitlaust. Það eina sem heyrðist voru hróp og köll á ensku og brothljóð. Nokkrir úr áhöfninni sögðu að eldhúsið í snekkjunni væri í rúst og gluggatjöld hefðu verið rifin niður og púðar rifnir í tætlur,“ hefur The Sun eftir manni, sem var á bryggjunni.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.