Markaðurinn
Námskeið fyrir trúnaðarmenn
Sameiginleg námskeið Fagfélaganna að Stórhöfða 29-31 verða haldin 31. mars og 1. apríl. Trúnaðarmannanámskeiðið telst til 1. hluta.
Þeir sem eru trúnaðarmenn á sínum vinnustað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 540-0100 eða senda tölvupóst á [email protected]. Allar upplýsingar um vinnustaði með engan trúnaðarmann eru vel þegnar.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang með íslykli, rafrænum skilríkjum eða lykilorði.
Kennarar verða Sigurlaug Gröndal, Guðrún Edda Baldursdóttir og starfsmenn fagfélaganna. Elmar Hallgrímsson framkvæmdastjóri Fagfélganna mun kynna starfsemi Fagfélaganna á námskeiðinu. Nemendur fá í hendur námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt. Á innri vef fara fram samskipti nemenda og leiðbeinenda. Athugið að skráningu lýkur viku fyrir fyrsta námskeiðsdag.
Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiði loknu.
Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðunum, þar sem námsefni verður meira eða minna rafrænt.
Fagfélögin greiða fyrir þátttöku sinna félagsmanna og boðið er uppá ókeypis mat og kaffi á meðan námskeiðin fara fram. Félagsmenn eiga að halda launum frá sínum launagreiðanda á meðan námskeið varir.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu