Markaðurinn
Myndir frá Stéphane Leroux námskeiðinu
Ísam Horeca í samstarfi við Belcolade hélt námskeið þar sem Stéphane Leroux fór vel og vandlega yfir höndlun súkkulaðis.
Námskeiðið var vel sótt þann 28. maí s.l. á Vox Club.
Fyrir hlé fór hann yfir gerð nokkurra tegunda af konfekti ásamt nokkrar gerðir af eftirréttum og kökum.
Í hléinu var hægt að smakka konfektið, eftirréttina og kökurnar. Sævar Már Sveinsson frá Mekka Wines & Spirits kynnti Sandeman púrtvín sem passaði frábærlega við konfektið.
Eftir hlé fór Stéphane í gerð súkkulaðiskreytinga, en þar setti hann saman stóra súkkulaðistyttu og virtist í höndum hans að hver sem er gæti gert svona.
Stéphane var búinn að forvinna verkið áður en námskeiðið hófst, en svo tók hann upp á því að búa til formin úr ótrúlegustu hlutum sem hann fann í kringum sig. Hver hefði haldið að hægt væri að nota gólfdúk, grillbursta og plastrenning í að búa til svona súkkulaðistyttu?
Stéphane var mjög hrifinn af landi og þjóð og sagði okkur að hann vill gjarnan koma aftur sem fyrst,
sagði Hrefna Þórisdóttir, þjónustufulltrúi Ísam Horeca.
Meðfylgjandi myndir eru frá námskeiðinu:
Myndir: isam.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!