Markaðurinn
Myndir frá Stéphane Leroux námskeiðinu
Ísam Horeca í samstarfi við Belcolade hélt námskeið þar sem Stéphane Leroux fór vel og vandlega yfir höndlun súkkulaðis.
Námskeiðið var vel sótt þann 28. maí s.l. á Vox Club.
Fyrir hlé fór hann yfir gerð nokkurra tegunda af konfekti ásamt nokkrar gerðir af eftirréttum og kökum.
Í hléinu var hægt að smakka konfektið, eftirréttina og kökurnar. Sævar Már Sveinsson frá Mekka Wines & Spirits kynnti Sandeman púrtvín sem passaði frábærlega við konfektið.
Eftir hlé fór Stéphane í gerð súkkulaðiskreytinga, en þar setti hann saman stóra súkkulaðistyttu og virtist í höndum hans að hver sem er gæti gert svona.
Stéphane var búinn að forvinna verkið áður en námskeiðið hófst, en svo tók hann upp á því að búa til formin úr ótrúlegustu hlutum sem hann fann í kringum sig. Hver hefði haldið að hægt væri að nota gólfdúk, grillbursta og plastrenning í að búa til svona súkkulaðistyttu?
Stéphane var mjög hrifinn af landi og þjóð og sagði okkur að hann vill gjarnan koma aftur sem fyrst,
sagði Hrefna Þórisdóttir, þjónustufulltrúi Ísam Horeca.
Meðfylgjandi myndir eru frá námskeiðinu:
Myndir: isam.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi