KM
Myndir frá marsfundi Klúbbs matreiðslumeistara
Haldinn var fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara þriðjudaginn 4. mars s.l. í nýju og glæsilegu húsnæði Ekrunnar að Klettagörðum 19.
Byrjað var á skoðunarferð um húsnæði Ekrunnar og boðið var upp á croustini, ólífur og fordrykk. Því næst kynnti Ítalski matreiðslusnillingurinn Tomasso Ruggieri (Sjá starfsferilsskrá hans hér) matseðil kvöldsins og er hann sem hér segir:
Forréttur
Hunangsmarineraður lax og kartöflukaka fyllt með hálfsólþurrkuðum tómötum og pistasíum
Hvítvín: Aternum
Pastaréttur
Fettuchini pasta með porcini sveppum, rjómaosti og svörtu trufflukremi.
Hvítvín: Aternum
Aðalréttur
Svínalundir í tómatsósu með ólífum og risotto með kirsuberjatómötum og ferskum parmesanosti.
Rauðvín: Kudos
Eftirréttur
Panna cotta og Tiramisu
Kaffi
KM meðlimir gengu á fund og var fundarefni m.a.:
- Skýrsla frá NKF stjórnarfundi
- Matreiðslumaður ársins 2008
- Stjórnarkjör á aðalfundi
- Æfingaplan landsliðsins
- Ungkokkar Íslands
- Önnur mál og margt fleira
Eftir fundinn var kvöldverðurinn undir leiðsögn Tomasso Ruggieri og var allt í boði Ekrunnar, glæsilegt framtak.
Smellið hér til að skoða myndir frá fundinum.
Ljósmyndir tók Guðjón Þór Steinsson | Texti: Smári Valtýr Sæbjörnsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame