Vertu memm

KM

Myndir frá marsfundi Klúbbs matreiðslumeistara

Birting:

þann

Haldinn var fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara þriðjudaginn 4. mars s.l. í nýju og glæsilegu húsnæði Ekrunnar að Klettagörðum 19.

Byrjað var á skoðunarferð um húsnæði Ekrunnar og boðið var upp á croustini, ólífur og fordrykk.  Því næst kynnti Ítalski matreiðslusnillingurinn Tomasso Ruggieri (Sjá starfsferilsskrá hans hér) matseðil kvöldsins og er hann sem hér segir:

Forréttur
Hunangsmarineraður lax og kartöflukaka fyllt með hálfsólþurrkuðum tómötum og pistasíum
Hvítvín: Aternum

Pastaréttur
Fettuchini pasta með porcini sveppum, rjómaosti og svörtu trufflukremi.
Hvítvín: Aternum

Aðalréttur
Svínalundir í tómatsósu með ólífum og risotto með kirsuberjatómötum og ferskum parmesanosti.
Rauðvín: Kudos

Eftirréttur
Panna cotta og Tiramisu
Kaffi

Auglýsingapláss

KM meðlimir gengu á fund og var fundarefni m.a.:

  • Skýrsla frá NKF stjórnarfundi
  • Matreiðslumaður ársins 2008
  • Stjórnarkjör á aðalfundi
  • Æfingaplan landsliðsins
  • Ungkokkar Íslands
  • Önnur mál og margt fleira

Eftir fundinn var kvöldverðurinn undir leiðsögn Tomasso Ruggieri og var allt í boði Ekrunnar, glæsilegt framtak.

Smellið hér til að skoða myndir frá fundinum.

Ljósmyndir tók Guðjón Þór Steinsson | Texti: Smári Valtýr Sæbjörnsson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið