KM
Myndir frá marsfundi Klúbbs matreiðslumeistara

Haldinn var fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara þriðjudaginn 4. mars s.l. í nýju og glæsilegu húsnæði Ekrunnar að Klettagörðum 19.
Byrjað var á skoðunarferð um húsnæði Ekrunnar og boðið var upp á croustini, ólífur og fordrykk. Því næst kynnti Ítalski matreiðslusnillingurinn Tomasso Ruggieri (Sjá starfsferilsskrá hans hér) matseðil kvöldsins og er hann sem hér segir:
Forréttur
Hunangsmarineraður lax og kartöflukaka fyllt með hálfsólþurrkuðum tómötum og pistasíum
Hvítvín: Aternum
Pastaréttur
Fettuchini pasta með porcini sveppum, rjómaosti og svörtu trufflukremi.
Hvítvín: Aternum
Aðalréttur
Svínalundir í tómatsósu með ólífum og risotto með kirsuberjatómötum og ferskum parmesanosti.
Rauðvín: Kudos
Eftirréttur
Panna cotta og Tiramisu
Kaffi
KM meðlimir gengu á fund og var fundarefni m.a.:
- Skýrsla frá NKF stjórnarfundi
- Matreiðslumaður ársins 2008
- Stjórnarkjör á aðalfundi
- Æfingaplan landsliðsins
- Ungkokkar Íslands
- Önnur mál og margt fleira
Eftir fundinn var kvöldverðurinn undir leiðsögn Tomasso Ruggieri og var allt í boði Ekrunnar, glæsilegt framtak.
Smellið hér til að skoða myndir frá fundinum.
Ljósmyndir tók Guðjón Þór Steinsson | Texti: Smári Valtýr Sæbjörnsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





