Vertu memm

Axel Þorsteinsson

Myndir frá Joe & the juice opnunarpartýinu í Kringlunni

Birting:

þann

IMG_1981

Joe & the juice opnar í Kringlunni

Joe & the juice opnaði formlega hér á Íslandi á annarri hæð í Kringlunni í gær klukkan 13:00 og rétt fyrir opnun hafði myndast röð og var stanslaust að gera allan daginn. Það þurfti að loka staðnum klukkan 18:30 svo hægt yrði að undirbúa fyrir opnunarpartýið sem byrjaði klukkan 19:00.

Joe & The Juice á rætur að rekja til Kaupmannahafnar en þar opnaði fyrsti staðurinn árið 2002 milli Striksins og Kongens Nytorv, en núna eru staðirnir um 50 talsins sem eru starfræktir í 50 löndum.

The Juice er staðsettur í Kringlunni og er áætlað að opna einnig í Smáralind eftir rúmlegan mánuð, en Kringlan verður töluvert stærri staður þar sem hann tekur um 48 manns í sæti en staðurinn í smáralind tekur um 28 manns í sæti. Staðurinn í Smáralindinni verður meira „Grab and Go“ og eins er miðbærinn í framtíðarplönum hjá staðnum og það gleður kannski Akureyringa að heyra að þeir eru líka á framtíðarplaninu hjá Joe & the juice.

Mikill undirbúningur hefur verið fyrir opnun Joe & the juice í Kringlunni, Unnar Helgi Daníelsson Beck rekstrarstjóri staðarins hefur verið í allt sumar í Danmörku að læra verða djúsari og sást það vel í kvöld að hann var með handtökin á hreinu á djúsgræjunum, þrír danir eru í heimsókn hér á klakanum og vinna á Joe & The Juice og eru að aðstoða við að staðurinn standi undir nafni.

Allt brauð, kaffi og álegg flytjum við inn sjálfir, brauðið er bakað í Danmörku fyrir alla Joe and The Juice staði og kaffið er sérvalið lífrænt. Ávextir koma allir frá bönunum ehf. Mikið af umsóknum hefur komið inn en bara 2 nýir eru í kvöld, mikið er krafist af starfsmanni hjá Joe And The Juice og þarf hann að standast „pressupróf“ til hann geta orðið pro djúsari, mikill hraði og pressa er í þessari vinnu og þurfa starfsmenn ávallt að vera hressir og skemmtilegir í vinnunni,

…sagði Magnús Hafliðasson markaðstjóri PizzaPizza og Joeiceland á Íslandi í samtali við veitingageirinn.is.

Virkilega góð stemning var á opnunarkvöldinu, góð tónlist, góðar samlokur, framúrskarandi djúsar og fyrst og fremst hressir djúsarar!

Fréttamaður hjá veitingageirinn.is kíkti við og tók meðfylgjandi myndir.

 

Myndir tók Arnór Halldórsson

Texti: Axel

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Axel Þorsteinsson er bakari og konditor að mennt. Axel lærði fræðin sín í Kökuhorninu 2005 til 2009 og Mosfellsbakarí 2009 til 2012, en hann hefur starfað meðal annars á Hótel holti, Apotek Restaurant og Bouchon Bakery. Hægt er að hafa samband við Axel á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið