Kristinn Frímann Jakobsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi
Febrúar fundur KM. Norðurland fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Matvælabraut 11. febrúar. Er þetta fjórða skipti sem við höldum febrúar fund í VMA og hefur þetta alltaf reynst vel og gaman fyrir okkur að koma í skólann og fyrir krakkana að elda og þjóna fyrir okkur.
Boðið var uppá 3ja rétta veislu frá nemendum undir góðri leiðsögn kennara. Matseðill kvöldsins var Crostini þrenna með salati í forrétt, í aðrétt var hægeldaður lax með hazelback kartöflu ásamt smjörsósu og að lokum var eftirrétturinn í boði Garra , þar sem gestir kvöldsins Viggó og Árni, fengu aðeins að leika sér í eldhúsinu með nemendunum.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað undir stjórn Magnúsar og Guðbjartar og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við nemendum og kennurum matvælabrautar kærlega fyrir glæsilegt kvöld.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.