Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Myndir frá sveinsprófsæfingu hjá nemendum í matreiðslu í VMA

Birting:

þann

Sveinsprófsæfing 13. nóvember 2018 | Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA)

Þann 13. nóvember sl. var haldin önnur af þremur sveinsprófsæfingum hjá nemendum í 3. bekk matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA)

Fyrir æfinguna fengu nemendur að vita hvert sveinsprófsverkefni þeirra yrði. Æfingin tókst vel og gaf nemundum þau svör sem þau voru að leitast eftir.

Sveinsprófsæfing 13. nóvember 2018 | Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA)

Theódór Sölvi Haraldsson, Haraldur Már Pétursson og Snæbjörn Kristjánsson

Til að gefa æfingunni meiri dýpt, þá voru fengnir þrír matreiðslumeistarar úr Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi til að fara yfir réttina með nemendum sem og miðla sinni reynslu til þeirra og mæltist það vel fyrir.

Vert er að vekja athygli á því að búið er að opna fyrir umsóknir í 3. bekk í matreiðslu næstu önn s.s. vorönn 2019. Stefnt er að kenna 2. bekk næst vorönnina 2020. Það er síðan von VMA að 2. og 3. bekkur verði kenndir til skiptis á vorönn í framtíðinni.

 

Myndir: Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið