Veitingarýni
Myndasafn: Ba,ba.ba.bara Gargandi snilld
Það var beiðni frá ritstjóranum á mailinu er ég kom til landsins þar sem hann fer fram á það að crew 1 fari í Grillið og taki test á því sem þeir eru að gera og maður hlýðir ritstjóranum sínum og hér að neðan er upplifun crew 1 úr Grillinu.
Smakk
Stökkar þurkaðar grænmetisþynnur og smjördeigsstangir með reyktri
kóngasveppa ídýfu, grill hnetur og lynghænuegg með kóngasveppasalti
****
Amuse
Svínasíða með piklaðari gulrót ætiþyrslaflani og heimaræktuðum anispírum
****
Humarhalar blómkál og mango
****
Hægelduð bleikja sellerí og klettasalat
****
Íslensk villiönd kaffi vatnsmelona og agúrka
****
Hægelduð lambasíða og fennika
****
Sandhverfa Jerúsalem ætiþyrslar, vínber og hnetusmjör
****
Rauðspretta quinoa og humar ravioli
****
Nautalundir, tunga,uxahali og döðlur
****
Mini ávaxtaís lagaður við borðið
****
Skyrhlaup, gulrótarkaka og pistasíur
****
Súkkulaði og kaffiflögur með jógúrtkremi
Það er gaman að smakka tungu,uxahala,lambasíðu og skyrhlaup hlutir sem ekki hafa verið algengir á matseðlum en þó er merkjanleg þróun og ber að fagna því.
Einnig er þessi vinna þeirra með köfnunarefni að hætti El Bulli hrein upplifun útaf fyrir sig.
Það get ég sagt ykkur góðir hálsar að þetta var nánast fullkomnun og alltaf gaman þegar hægt er að bæta stað á gourmet listann minn en Grillið er númer 5 á honum, hinir eru Ciel Bleu Amsterdam, Le Manor aux Quat´Saisons Oxford, Texture London og Orange Reykjavík.
Ekki má gleyma brauðinu heimagerðu, ilmandi og volgu 4 útfærslur, einnig skal það áréttað að þjónustan með Hjört Þorleifsson í fararbroddi er sú besta sem ég hef upplifað í nokkur ár upp í Grilli, alveg laus við smjaður, fyrirlestra um vín og að tæma budduna með sölu á einhverju rándýru víni, bara fagmannlega unnið og ekkert röfl.
Það voru 2 félagar sem í lokin sáu bedda í hyllingu og er staðið var upp fannst að maður var stútfullur eins og fullur loðnubátur sem marar við sjólínu þá maraði ég eftir ganginum og í lyftunni niður og vonaði að hún myndi ekki stoppa of snöggt þá myndi eitthvað gusast upp slapp út og heim beint á beddan og hóf að melta upplifunina í tvennum skilningi.
Við hér á Freisting.is óskum þeim Grillsmönnum alls farnaðar í framtíðinni og Grillið er komið á þann stað sem það á heima, það er á toppnum.
Myndasafn:
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
/ Almennar myndir / Grillið 2009
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla