Markaðurinn
Möndlukartöflurnar komnar í hús – Í fyrsta skipti sem þær eru ræktaðar á Íslandi
Í morgun fengum við í hús fyrstu sendinguna af nýuppteknum möndlukartöflum. Eftir því sem við best vitum er þetta í fyrsta skipti sem þær eru ræktaðar á Íslandi. Þær eru flokkaðar í möndlukartöflur stórar og möndlukartöflur smáar.
Möndlukartöflurnar eru ílangar, frekar gular í kjötið með smjörkennda áferð eftir eldun og henta vel bæði til að sjóða og steikja.
Við erum ótrúlega stolt af því að geta boðið þessa tegund af kartöflum og stefnum ótrauð áfram að því að skapa sælkeravöru ræktaða í íslenskri jörðu.
Magnið er takmarkað og við hvetjum veitingastaði og mötuneyti til að panta sem fyrst og tryggja sér íslenskar möndlukartöflur.
Heimasíða: www.thykkvabaejar.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






