Freisting
Mikilvægt að fá fagmann til að tengja gaseldavélar á heimilum
Gasnotkun á heimilum hefur verið að aukast á síðustu árum en gaseldavélar og gashelluborð hafa sjaldan verið eins vinsæl. Óhætt er að segja að lítill blossi geti hæglega valdið miklu báli sé ekki fyllsta öryggis gætt. Mikilvægt er að vanda til verka þegar gas er tengt við eldunartæki á heimilum og þá þarf að yfirfara búnaðinn reglulega.
Höskuldur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að þar sem gasið sé svotil lyktlaust þá fari það oft framhjá fólki, eigi leki sér stað. Hann segir mjög mikilvægt að fá fagmann til að tengja allar leiðslur og sjá til þess að frágangur sér góður þegar fólk fái sér gaseldavél og gashelluborð. Þá sé einnig mikilvægt að fylgjast vel með öllum búnaðinum eftir því sem hann eldist til að fyrirbyggja gasleka. Gasleki getur verið mjög varhugaverður en lítill blossi getur orsakað mikinn eld eða jafnvel sprengingu og er ekki að spyrja að leikslokum. Höskuldur bendir á að nauðsynlegt sé að hafa gasvörn niður við gólf sem vari við ef gaskútur fer að leka.
Greint frá á visir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Keppni2 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop