Freisting
Mikilvægt að fá fagmann til að tengja gaseldavélar á heimilum
Gasnotkun á heimilum hefur verið að aukast á síðustu árum en gaseldavélar og gashelluborð hafa sjaldan verið eins vinsæl. Óhætt er að segja að lítill blossi geti hæglega valdið miklu báli sé ekki fyllsta öryggis gætt. Mikilvægt er að vanda til verka þegar gas er tengt við eldunartæki á heimilum og þá þarf að yfirfara búnaðinn reglulega.
Höskuldur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að þar sem gasið sé svotil lyktlaust þá fari það oft framhjá fólki, eigi leki sér stað. Hann segir mjög mikilvægt að fá fagmann til að tengja allar leiðslur og sjá til þess að frágangur sér góður þegar fólk fái sér gaseldavél og gashelluborð. Þá sé einnig mikilvægt að fylgjast vel með öllum búnaðinum eftir því sem hann eldist til að fyrirbyggja gasleka. Gasleki getur verið mjög varhugaverður en lítill blossi getur orsakað mikinn eld eða jafnvel sprengingu og er ekki að spyrja að leikslokum. Höskuldur bendir á að nauðsynlegt sé að hafa gasvörn niður við gólf sem vari við ef gaskútur fer að leka.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10