Freisting
Mikilvægt að fá fagmann til að tengja gaseldavélar á heimilum
Gasnotkun á heimilum hefur verið að aukast á síðustu árum en gaseldavélar og gashelluborð hafa sjaldan verið eins vinsæl. Óhætt er að segja að lítill blossi geti hæglega valdið miklu báli sé ekki fyllsta öryggis gætt. Mikilvægt er að vanda til verka þegar gas er tengt við eldunartæki á heimilum og þá þarf að yfirfara búnaðinn reglulega.
Höskuldur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að þar sem gasið sé svotil lyktlaust þá fari það oft framhjá fólki, eigi leki sér stað. Hann segir mjög mikilvægt að fá fagmann til að tengja allar leiðslur og sjá til þess að frágangur sér góður þegar fólk fái sér gaseldavél og gashelluborð. Þá sé einnig mikilvægt að fylgjast vel með öllum búnaðinum eftir því sem hann eldist til að fyrirbyggja gasleka. Gasleki getur verið mjög varhugaverður en lítill blossi getur orsakað mikinn eld eða jafnvel sprengingu og er ekki að spyrja að leikslokum. Höskuldur bendir á að nauðsynlegt sé að hafa gasvörn niður við gólf sem vari við ef gaskútur fer að leka.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





