Íslandsmót iðn- og verkgreina
Mikill metnaður á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Sex keppendur taka þátt í keppni í matreiðslu að þessu sinni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fer í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars. Þeir bjóða upp á bleikju og hörpuskel í forrétt, lambahrygg og -skanka í aðalrétt og þurfa svo að búa til eftirrétt sem inniheldur hvítt súkkulaði, mango purré og ólífuolíu í eftirrétt.
Þar hafa keppendurnir svolítið frjálsar hendur að öðru leyti.
Sjá einnig: Nöfn allra keppenda í veitingageiranum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni
„Hér eru tveir keppendur í matreiðslu að útbúa eftirrétt. Þeir eru búnir að skila af sér forrétti og aðalrétti í dag. Þetta eru sem sagt síðustu skilin.“
Segir Sigurjón Bragi Geirsson í samtali við matvis.is í gær sem fjallar nánar um keppnina hér.
Ásamt því að sjá um keppnina dæmir Sigurjón eldhúsið (vinnubrögð, tímasetningar, útlit réttanna og hreinlæti) en honum til halds og traust eru tveir smakkdómarar.
Íslandsmótið heldur áfram og verður keppt í dag og á morgun. Verðlaunaafhending fer fram um klukkan 14:00 á morgun laugardaginn 18. mars.
Mynd: matvis.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla