Freisting
Mikil ánægja sýnenda MATUR-INN 2007
Frá fundi með sýnendum á MATUR-INN 2007
Sýnendur á MATUR-INN 2007 voru boðaðir til fundar með forsvarsmönnum félagsins Matur úr héraði á veitingahúsinu Friðriki V síðastliðinn fimmtudag til að ræða sýninguna og hugmyndir um framhaldið.
Mjög vel var mætt og mikil ánægja ríkjandi með hvernig til tókst á sýningunni. Sýningin hefur verið haldin annað hvert ár og kom fram á fundinum að stefnt væri að sýningu á ný árið 2009 en þau sjónarmið komu einnig fram að svo vel hafi tekist til nú að full ástæða væri til að efna til sýningar aftur að ári.
Nokkuð var á fundinum rætt um framtíðarhúsnæði fyrir sýninguna en ljóst er að miðað við þátttöku sýnenda og ekki síður aðsókn almennings, þá verður horft til þess að færa sýninguna í stærra húsnæði. Huga verður þó að ýmsum framkvæmdaþáttum sýningarinnar svo sem eldhúsaðstöðu í tengslum við val á húsnæði.
Að fundinum loknum var sýnendum boðið upp á ýmsa girnilega rétti að hætti Friðriks V. Að sjálfsögðu unnum úr mat úr héraði!
Mynd: localfood.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan