Starfsmannavelta
Michelin veitingastaðurinn Le Gavroche lokar fyrir fullt og allt – Michel Roux Jr: „…ákvörðun sem þessi er ekki tekin af neinni léttúð“ – Vídeó
Michelin kokkurinn Michel Roux Jr mun loka Le Gavroche veitingastaðnum í London í janúar 2024, en staðurinn var fyrst opnaður fyrir 56 árum.
Michel sem er orðinn 63 ára gamall sagðist vera að leita að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs síns án þess að þurfa að reka tveggja Michelin-stjörnu veitingastað.
Michel segir að Le Gavroche væri enn fullbókaður, en leigusamningurinn á húsnæðinu er á enda og þá gafst Michel tækifæri að endurmeta framtíð sína.
„Lokun Le Gavroche gefur mér tækifæri á að snúa við blaðinu og halda áfram svo ég geti einbeitt mér að fjölskyldu minni og öðrum fyrirtækjum okkar.“
Segir í Michel í tilkynningu.
Le Gavroche var upphaflega opnað á Lower Sloane Street í Chelsea árið 1967 af föður Roux, Alberti sem lést árið 2021 og Michel frænda sem lést árið 2020. Le Gavroche var fyrst nefnt í Michelin Guide Bretlandi og Írlandi árið 1974. Þá flutti veitingastaðurinn yfir á Upper Brook stræti í Mayfair svæði í London, árið 1981 og var Le Gavroche fyrsti breski veitingastaðurinn til að vinna þrjár Michelin-stjörnur árið 1982.
Veitingastaðurinn hefur verið frá upphafi mekka London fyrir klassíska franska hátískumatargerð og hafa frægir matreiðslumenn starfað á staðnum, þar á meðal Monica Galetti, Gordon Ramsay, Pierre Koffmann og Marco Pierre White.
„Ég veit að þetta mun koma sem áfall fyrir mörg ykkar, en ákvörðun sem þessi er ekki tekin af neinni léttúð.“
Segir Michel.
Le Gavroche vörumerkið og hlutafélagið verður haldið eftir af Roux fjölskyldunni og notað fyrir sérstaka viðburði og popup fyrir þá ríku um allan heim.
Saga Le Gavroche
Michel Roux Jr sýnir bæði veitingasalinn og eldhúsið
Myndbandið er rúmlega 9 ára gamalt, en þá var eldhúsið ný uppgert:
Svona fer keyrslan fram á Le Gavroche
Yfirkokkur Le Gavroche, Rachel Humphrey, mun halda áfram að vinna að öðrum verkefnum fyrir fyrirtækið, þar á meðal Chez Roux, en þar mun hún stýra matarviðburðum í Langham, London, vinna með ICMI Hotel keðjunni sem rekur Roux veitingastaðina í Skotlandi, sjá um alla ráðgjöf fyrir Compass fyrirtækið og veitingar á helstu íþróttaviðburðum.
Dóttir Roux, Emily, og tengdasonurinn Diego Ferrari munu halda áfram að reka Notting Hill veitingastaðinn Caractère.
Mynd: Instagram / Le Gavroche restaurant
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin