Freisting
Michelin stjörnustaður þvingaður til að taka lifur ( foie gras ) af matseðli sínum
Midsummer House
Michelin stjörnu staðurinn Midsummer House í Cambrigde hefur verið þvingaður til að taka fuglalifur ( foie gras ) af matseðli sínum eftir nokkurra vikna mótmæli samtaka um verndun dýra.
Hið umdeilda ljúfmeti var tekið af matseðlinum í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá hinum þekkta chef staðarins Daniel Clifford.
Veitingastaðurinn varð fyrir árásum frá öfgafullum mótmælendum sem skemmdu eigur staðarins í bræði sem varð til þess að staðnum var lokað á mánudagskvöldið var.
Eftir samtal við lögreglu staðarins , ákvað Daniel að fara að óskum mótmælanda og fjarlægja áðurnefndan rétt af matseðlinum til að skapa ró á staðnum gestum sínum til góðs, og segir hann það slæm þróun ef öfgahópar geti með öfgafullum mótmælum og skrílslátum haft áhrif á hvað veitingastaðir bjóði uppá á matseðlum sínum.
Daniel Clifford ásamt starfsfólki Midsummer House
Myndir: midsummerhouse.co.uk

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar