Sverrir Halldórsson
Michelin stjörnukokkur í Reykjavík
Franski Michelinstjörnu kokkurinn Philippe Girardon kemur sérstaklega til landsins til að elda fyrir gesti á hátíðarkvöldverði Fransk-íslenska viðskiptaráðsins. Mikið verður lagt í matinn og hráefnið.
Það er Fransk- íslenska viðskiptaráðið sem stendur fyrir hátíðarkvöldverðinum sem haldin verður á morgun 4. október í Perlunni til að fagna fallegu hausti, efla tengslin og njóta góðra veitinga. Heiðursgestur kvöldsins verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem mun fjalla um nýtt fjárlagafrumvarp, stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og fyrirhugaðar aðgerðir. Auk ráðherra flytja Marc Bouteiller sendiherra Frakka á Íslandi og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi ávörp.
Glæsilegur matseðill:
Fordrykkur
Crémant d´Alsace
Steikt Hörpuskel með bláum kartöfluflani og steinselju-mauki
Vín: Pinot Gris La Metzig Kientz Alsace
þorskhnakki með kryddjurtarhjúp, sveppum og Lime smjörsósu
Vín: Rully Téte de Cuvée Francois d´Allaines Bourgogne
Ostar frá Frakklandi
Vín: Condrieu M Chapoutier Rhone
Stradivarius Valrhona súkkulaði kaka með ristaðum hnetu og súkkulaði myntu ís
Vín: Rancio Sec du Roussillon Pujol Roussillon
Nánari upplýsingar um kvöldverðinn:
FRÍS- Hátíðarkvöldverður í Perlunni
Dagsetning : föstudagurinn 4. október 2013
Staðsetning: Veitingastaðurinn Perlan
Fordrykkur hefst kl 18.30
Verð á mann kr 9.900.-
Sérvalið vín með matnum, á mann kr 2000.-
Mynd: af heimasíðu domaine-de-clairefontaine.fr
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni19 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun