Sverrir Halldórsson
Michelin stjörnukokkur í Reykjavík
Franski Michelinstjörnu kokkurinn Philippe Girardon kemur sérstaklega til landsins til að elda fyrir gesti á hátíðarkvöldverði Fransk-íslenska viðskiptaráðsins. Mikið verður lagt í matinn og hráefnið.
Það er Fransk- íslenska viðskiptaráðið sem stendur fyrir hátíðarkvöldverðinum sem haldin verður á morgun 4. október í Perlunni til að fagna fallegu hausti, efla tengslin og njóta góðra veitinga. Heiðursgestur kvöldsins verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem mun fjalla um nýtt fjárlagafrumvarp, stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og fyrirhugaðar aðgerðir. Auk ráðherra flytja Marc Bouteiller sendiherra Frakka á Íslandi og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi ávörp.
Glæsilegur matseðill:
Fordrykkur
Crémant d´Alsace
Steikt Hörpuskel með bláum kartöfluflani og steinselju-mauki
Vín: Pinot Gris La Metzig Kientz Alsace
þorskhnakki með kryddjurtarhjúp, sveppum og Lime smjörsósu
Vín: Rully Téte de Cuvée Francois d´Allaines Bourgogne
Ostar frá Frakklandi
Vín: Condrieu M Chapoutier Rhone
Stradivarius Valrhona súkkulaði kaka með ristaðum hnetu og súkkulaði myntu ís
Vín: Rancio Sec du Roussillon Pujol Roussillon
Nánari upplýsingar um kvöldverðinn:
FRÍS- Hátíðarkvöldverður í Perlunni
Dagsetning : föstudagurinn 4. október 2013
Staðsetning: Veitingastaðurinn Perlan
Fordrykkur hefst kl 18.30
Verð á mann kr 9.900.-
Sérvalið vín með matnum, á mann kr 2000.-
Mynd: af heimasíðu domaine-de-clairefontaine.fr
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé