Bragi Þór Hansson
Michelin staðurinn Geranium sektaður
Veitingastaðurinn Geranium, sem er eini danski veitingastaðurinn með þrjár Michelinstjörnur, hefur verið sektaður ..
Veitingastaðurinn Geranium, sem er eini danski veitingastaðurinn með þrjár Michelin-stjörnur, hefur verið sektaður af heilbrigðisyfirvöldum fyrir að geyma sjávarfang við of mikinn hita og of lengi.
Sektin hljóðar upp á 20 þúsund danskar krónur, sem svarar til 323 þúsund íslenskra króna. Geranium á að hafa geymt ferskan skelfisk, svo sem ostrur, humar og hörpuskel, við of mikinn hita og fram yfir leyfilegan neysludag, segir í ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins. Ákvörðunin er frá 29. september en rataði ekki í danska fjölmiðla fyrr en í gær, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: geranium.dk / Claes Bech-Poulsen

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars