Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Michelin listinn 2016 yfir norðulöndin – Ísland ekki á listanum

Birting:

þann

Michelin Nordic Guide 2016

Í morgun var Michelin listinn yfir norðulöndin opinberaður við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í Danmörku.  Alls fengu 11 ný veitingahús stjörnu, fimm í Svíþjóð, fjögur í Danmörku og tvö í Noregi og einu sinni enn hunsar Michelin stórasta landið, en Ísland er ekki á listanum.

Til gamans má geta að Veitingastaðirnir Maaemo frá Noregi og Geranium frá Danmörku hafa fengið 3*** Michelin.

Fåviken í Svíþjóð hefur loks hlotið hina eftirsóttu stjörnu Michelin þetta árið og það meira að segja 2** við fyrstu atrennu, glæsilegur árangur þar.

Listann ásamt ítarlegri umfjöllun er hægt að lesa á godt.no með því að smella hér og fréttatilkynninguna hér.

Noma verður enn að bíða eftir 3*** stjörnunni.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá athöfnina sem haldin var í Kaupmannahöfn í Danmörku í morgun:

 

Myndir: mediehuset-kbh.dk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið