Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Michelin kokkurinn Michael Bedford opnar nýtt Café-delicatessen
Michelin kokkurinn Michael Bedford í Trouble House í Tedbury í Bretlandi ætlar sér að opna nýjan veitingastað Gloucestershire bænum sem ber nafnið Chef´s Table.
Staðurinn kemur til með að vera á tveimur hæðum og á neðri hæðinni verður hann með 35 sæta „Café-delicatessen“ eða kaffihús með sælkeraverslun og bjóða þar upp á ferskan fisk, ostaborð með úrval af osta frá Bretlandi og að sjálfsögðu úrvals kaffi og öllu tilheyrandi bakkelsi.
Á efri hæðinni kemur hann til með að vera með svipað „Consept“ og er á Trouble House, þ.e.a.s. matseðlar með árstíðarbundið hráefni osfr.
Allt hans starfsfólk á Trouble House kemur til með að vinna á nýja staðnum og samkvæmt heimildum þá kemur matreiðslusnillingurinn Martin Caws til með að opna nýjan stað þar sem Trouble House var, en Caws er fyrrverandi yfirkokkur á hinum vinsælu veitingastöðum Pont de la Tour og Mirabelle.
Heimasíða Trouble House: www.troublehouse.co.uk
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala