Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Michelin kokkurinn Michael Bedford opnar nýtt Café-delicatessen
Michelin kokkurinn Michael Bedford í Trouble House í Tedbury í Bretlandi ætlar sér að opna nýjan veitingastað Gloucestershire bænum sem ber nafnið Chef´s Table.
Staðurinn kemur til með að vera á tveimur hæðum og á neðri hæðinni verður hann með 35 sæta „Café-delicatessen“ eða kaffihús með sælkeraverslun og bjóða þar upp á ferskan fisk, ostaborð með úrval af osta frá Bretlandi og að sjálfsögðu úrvals kaffi og öllu tilheyrandi bakkelsi.
Á efri hæðinni kemur hann til með að vera með svipað „Consept“ og er á Trouble House, þ.e.a.s. matseðlar með árstíðarbundið hráefni osfr.
Allt hans starfsfólk á Trouble House kemur til með að vinna á nýja staðnum og samkvæmt heimildum þá kemur matreiðslusnillingurinn Martin Caws til með að opna nýjan stað þar sem Trouble House var, en Caws er fyrrverandi yfirkokkur á hinum vinsælu veitingastöðum Pont de la Tour og Mirabelle.
Heimasíða Trouble House: www.troublehouse.co.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk






