Freisting
Michelin kokkur á Holtinu
Um miðjan mars mun Michelin kokkurinn JEAN – YVES JOHANY heimsækja Hótel Holt.
JEAN – YVES JOHANY starfar á hinum vinsæla veitingastað Le Cagnard við Cagnes sur Mer á frönsku Rivierunni, en það er eitt þeirra húsa sem hlotið hafa Michelin stjörnu. Johany hefur reynst bæði hæfileikaríkur og röggsamur yfirmaður eldhúsa sinna á Le Cagnard í yfir tuttugu ár.
Þar sýnir hann tryggð við Provence hérað, hefðir þess og gildi. Innblásin matargerðarlist hans felur í sér snjalla úrvinnslu þeirra matreiðsluhefða sem skilgreina Provence.
Hátíðarseðill Johany verður á borðum á Listasafni Hótel Holts dagana 14.-17. mars nk.
Matseðill
Heitt og kalt foie gras með portvíni
Þorskur Croustillant með hvítlauk og rósmarín
Lambahryggur með Provence kryddi
og suðrænu grænmeti
Ostur
Créme Brûlée með lofnarblóma madeleine
verð kr 8.500.- á mann

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.