Freisting
Michelin kokkur á Holtinu

Um miðjan mars mun Michelin kokkurinn JEAN – YVES JOHANY heimsækja Hótel Holt.
JEAN – YVES JOHANY starfar á hinum vinsæla veitingastað Le Cagnard við Cagnes sur Mer á frönsku Rivierunni, en það er eitt þeirra húsa sem hlotið hafa Michelin stjörnu. Johany hefur reynst bæði hæfileikaríkur og röggsamur yfirmaður eldhúsa sinna á Le Cagnard í yfir tuttugu ár.
Þar sýnir hann tryggð við Provence hérað, hefðir þess og gildi. Innblásin matargerðarlist hans felur í sér snjalla úrvinnslu þeirra matreiðsluhefða sem skilgreina Provence.
Hátíðarseðill Johany verður á borðum á Listasafni Hótel Holts dagana 14.-17. mars nk.
Matseðill
Heitt og kalt foie gras með portvíni
Þorskur Croustillant með hvítlauk og rósmarín
Lambahryggur með Provence kryddi
og suðrænu grænmeti
Ostur
Créme Brûlée með lofnarblóma madeleine
verð kr 8.500.- á mann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





